- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fljótt flýgur fiskisaga

Stevce Alusevski tilvonandi þjálfari Þórs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það er ekki á hverjum degi sem fréttir úr íslenskum handknattleik, hvað þá ráðning þjálfara í næst efstu deild, vekja athygli út fyrir landssteinana. Óhætt er að segja að ráðning Þórs Akureyrar í dag á hinum 48 ára gamla Norður-Makedóníumanni, Stevče Aluševski, hafi flogið eins og fiskisagan.


Þýski handknattleiksvefurinn handball-world var ekki lengi að grípa fréttina af ráðningu Alušovski og segja frá henni á ensku útgáfu síðunnar sem danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boyesen heldur uppi af miklum dugnaði. Þegar þetta er ritað er ráðningin aðalfrétt á handboltavefnum 24rakomet.mk í heimalandi Alušovski.


Aluševski er þekktur í heimalandi sínu og víða um Evrópu enda þjálfaði hann Vardar Skopje, eitt þekktasta handknattleikslið Evrópu í karlaflokki, um tveggja ára skeið og lauk störfum þar í vor. Einnig lék hann 245 landsleiki fyrir Norður Makedóníu frá 1993 til 2013 og skoraði í þeim 967 mörk. Aluševski var m.a. í landsliði Makedóníu sem varð í 11. sæti á HM 2009 og í fimmta sæti á EM 2012. Árið 2004 var hann tilnefndur í vali á besta handknattleiksmanni Makedóníu.


Aluševski fæddist í Sydney í Ástralíu en fluttist á barnsaldri til Bitola í þáverandi Júgóslavíu, nú Norður Makedóníu. Bitola er í suðurvestur hluta landsins, ekki svo fjarri landamærum Grikklands.


Á 24 ára ferli sem handknattleiksmaður lék Aluševski með RK Peilster, Jafa Proment, RK Vardar Vatrostalna og lauk ferlinum hjá RK Metalurg Skopje.

Auk Vardar Skopje hefur Aluševski þjálfað RK Pelister og RK Eurofarm Rabotnik. Liðin hafa nú verið sameinuð undir heitinu Eurofarm Pelister og lék m.a. í Evrópudeild karla á síðasta keppnistímabili. Bækistöðvar félagsins er í Bitola.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -