- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur kallar tvo leikmenn heim frá Selfossi

Ásdís Þóra Ágústsdóttir lék sinn síðasta leik fyrir Selfoss í gærkvöld gegn HK í Poweradebikarnum. Mynd/Selfoss
- Auglýsing -

Valur hefur kallað Ásdísi Þóru Ágústsdóttur og Karlottu Kjerúlf Óskarsdóttur heim úr láni hjá Selfoss. Þær verða gjaldgengar með Valsliðinu í Olísdeildinni eftir helgina, eftir því sem næst verður komist. Fjórir dagar verða líða frá því að leikmaður er kallaður úr láni þangað til hann verður gjaldgengur með öðru liði.

Fengu dýrmæta reynslu

„Það hefur verið frábært fyrir stelpurnar að spila með Selfoss. Þær hafa fengið dýrmæta reynslu sem allir hafa hagnast á. Nú er hins vegar farið að styttast í tímabilinu og við þurfum á öllu okkar að halda fyrir loka átökin,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals við handbolti.is í dag.


Ásdís Þóra hefur leikið með Selfossi frá upphafi keppnistímabilsins. Karlotta var lánuð austur fyrir fjall í upphafi ársins og á fimm leiki að baki í Olísdeildinni með Selfossliðinu.


Meiðsli herja á herbúðir Vals þegar komið er inn á endasprett deildarkeppninnar. Morgan Marie Þorkelsdóttir hefur t.d. ekki leikið með Valsliðinu síðan í október vegna höfuðmeiðsla. Ekki er reiknað með að hún snúi aftur út á völlinn á keppnistímabilinu.


Karlotta verður ekki aðeins gjaldgeng með Val í Olísdeildinni heldur einnig í Poweradebikarnum ef liðið kemst í undanúrslit. Ásdís Þóra er hefur leikið með Selfossi í Poweradebikarnum, síðasta í gærkvöld, og má þar með ekki leika með Valsliðinu í undanúrslitum takist Val að leggja Fram að velli í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -