Landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir leikmaður ÍBV hefur gefið flestar stoðsendingar í fyrstu níu umferðum Olísdeildar kvenna, alls 57, eða 6,3 að jafnaði í hverjum leik. Næstar á eftir Söndru eru Natasja Hammer leikmaður Stjörnunnar með 49 sendingar og Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, með einni sendingu færra en Natasja. Sandra, Natasja og Sara Dögg töluvert á undan þeim sem næstar koma á listanum.
Flestar stoðsendingar – Heimild: HBStatz.
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV, 57.
Natasja Hammer, Stjörnunni, 49.
Sara Dögg Hjaltadóttir, ÍR, 48.
Embla Steindórsdóttir, Haukum, 36.
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram, 35.
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, 31.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Val, 30.
Mia Kristin Syverud, Selfossi, 30.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór, 28.
Trude Blestrud Hakonsen, KA/Þór, 24.
Susanne Denise Pettersen, KA/Þór, 23.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Haukum, 23.
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, 22.
Lovísa Thompson, Val, 22.
Valgerður Arnalds, Fram, 19.
Birna María Unnarsdóttir, ÍBV, 18.
Thea Imani Sturludóttir, Val, 15.
Inga Maria Roysdottir, Stjörnunni, 13.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Val, 13.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram, 13.
Aníta Eik Jónsdóttir, Haukum, 12.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val, 12.
Vaka Líf Kristinsdóttir, ÍR, 12.
Sara Dögg er langmarkahæst í Olísdeildinni
Hlé hefur verið gert á keppni í Olísdeild kvenna til 13. desember vegna heimsmeistaramótsins sem hefst í næstu viku í Hollandi og Þýskalandi.



