„Varnarlega vorum við alltfo linar, náðum aldrei takti. Í sókninni vorum við full staðar og ég klikkaði á dauðafærum sem ég að skora úr,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is eftir níu marka tap landsliðsins, 36:27, fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum af þremur í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Westfalenhallen í Dortmund í kvöld.
„Af því að við vorum svo staðar í sóknarleiknum þá fengum við ekki þá hreyfingu á varnarleik þeirra sem við þurfum. Í þau skipti sem það tókst þá nýttum við ekki færin okkar nógu vel,“ sagði Díana Dögg sem var vonsvikin eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eftir viðureignina enda taldi liðið sig eiga meiri möguleika en raun varð á.
Ætluðum okkur sigur
„Við verðum að skoða vel hvað fór úrskeiðis og læra af fyrir næstu leiki. Við ætluðum okkur að ná stigi í kvöld. Ég ætla ekki að fara í feluleik með það að við komum inn í leikinn til þess að vinna hann. Orkustigið var ekki rétt að þessu sinni. Því miður. Við verðum að koma með öðru hugarfari inn í næsta leik því við ætlum okkur að slátra einhverjum,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona.
Lengra viðtal við Díönu Dögg er að finna í myndskeiði hér fyrir ofan.
Slakur leikur og átta marka tap í Westfalenhallen



