Bjarki Már skoraði 16 mörk

Bjarka Má Elíssyni héldu engin bönd í kvöld þegar hann skoraði meira en helming marka Lemgo er liðið vann Dormagen, 31:28, í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Leikið var á heimavelli Dormagen. Bjarki Már sló upp sannkallaðri flugeldasýningu og skoraði 16 mörk í 18 skotum. Aðeins tvö marka sinna skoraði Bjarki Már úr vítaköstum. … Continue reading Bjarki Már skoraði 16 mörk