Landslið 15 þjóða eru örugg um sæti í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik fyrir þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar sem hefst klukkan 17 í dag í A, B, C og D-riðlum. Níu sætum er óráðstafað.Línur liggja alveg fyrir í C...
Keppni lýkur í kvöld í fjórum riðlum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Svíþjóð og Póllandi. Átta leikir fara fram. Að þeim loknum skýrist nákvæmlega hvaða lið mætast í öðrum hluta milliriðlakeppni HM sem tekur við á miðvikudaginn.Neðstu...
Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna fór fram um helgina með flottum leikjum. Línur eru farnar að skýrast um hvaða lið komast í útsláttarkeppnina þegar þrjár umferðir eru eftir.Í A-liðli vann ungverska liðið FTC níu marka sigur á Krim í...
Harpa Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir GC Amicitia Zürich í eins marks tapi fyrir HV Herzogenbuchsee, 29:28, á heimavelli í svissnesku A-deildinni í handknattleik kvenna í gær, 29:28. Sunna Guðrún Pétursdóttir stóð í marki GC Amicitia Zürich á tímabili...
Aron Kristjánsson og leikmenn hans í landsliði Barein verða að vinna Belga, alltént að ná stigi, til þess að komast í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik. Í kvöld töpuðu Bareinar fyrir heimsmeisturum Dana með 15 marka mun í Malmö Arena...
Afturelding heldur áfram að elta uppi efsta lið Grill 66-deildar kvenna og til þess þá krækti liðið í tvö stig í heimsókn sinni í Kórinn í dag. Afturelding vann stórsigur á ungmennaliði HK, 42:23, eftir að hafa verið 12...
HK treysti stöðu sína í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í dag með öruggum 12 marka sigri á neðsta liði deildarinnar, Kórdrengjum, 34:22, á Ásvöllum. HK-ingar voru átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:9, og hafði...
Fram vann stórsigur á Selfossi, 31:19, í lokaleik Olísdeildar kvenna í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld en um var að ræða síðasta leik 12. umferðar deildarinnar. Fram færðist þar með aðeins nær Stjörnunni sem situr í þriðja sæti deildarinnar....
Þýska landsliðið er að minnsta kosti komið með annan fótinn áfram í milliriðil með fjögur stig eftir sigur á Serbum, 34:33, í hörkuleik í Katowice í kvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í...
Átta dómarar sem dæma reglulega eða dæmdu reglulega nokkra af helstu leikjum félagsliða og landsliða í evrópskum handknattleik liggja undir grun um að hafa gerst sekir um veðmálasvindl í á þriðja tug leikja frá september fram í nóvember 2017....
Paulo Pereira landsliðsþjálfari Portúgal í handknattleik karla verður ekki við hliðarlína á morgun þegar portúgalska landsliðið mætir ungverska landsliðinu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Pereira hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann til viðbótar fyrir að hafa...
Fjórir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og Grill 66-deildum karla og kvenna í dag. Auk þess verður ekki slegið slöku við á heimsmeistaramótinu í handknattleik fremur en aðra daga um þessar mundir.Olísdeild kvenna:Úlfarsárdalur: Fram - Selfoss, kl. 19.30...
Andrea Jacobsen og félagar í EH Aalborg unnu 12. leik sinn í röð í næst efstu deild danska handknattleiksins í gær. EH Aalborg vann Ejstrup-Hærvejen, 26:23, á heimavelli eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 10:11. Andrea skoraði ekki...
Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir höfðu ástæðu til þess að gleðjast í kvöld enda báðar í sigurliðum í leikjum 12. umferðar þýsku 1. deildarinnar. Sandra og samherjar unnu stórsigur á VfL Waiblingen, 38:24, á heimavelli eftir...
Bjarki Már Elísson var maður leiksins í íslenska landsliðinu í kvöld í tapinu fyrir Ungverjum, 30:28, í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik karla. Það er alltént álit lesenda handbolta.is sem svöruðu spurningu sem lögð var fram eftir leikinn....