- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Skipbrot á Skáni

Ungverjar unnu Ísland með tveggja marka mun, 30:28, í annarri umferð D-riðils heimsmeistaramótins í handknattleik karla í Kristianstad Arena á Skáni. Íslenska liðið beið skipbrot á síðasta fjórðungi leiktímans og skoraði aðeins þrjú mörk síðustu 18 mínúturnar. Ungverjar gengu...

HM-23: Hver var bestur á móti Ungverjum?

Hver var besti leikmaður íslenska landsliðsins í leiknum við Ungverjaland á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Kristianstad í kvöld?Lesendur geta valið besta leikmann Íslands í leiknum. Smelltu við þann sem þér þótti vera bestur.Niðurstaðan verður birt um klukkustund eftir...

Suður Kóreumenn stóðu í Portúgölum

Það tók Portúgala nærri 55 mínútur að hrista leikmenn Suður Kóreu af sér í viðureign liðanna í Kristianstad Arena í kvöld í fyrri viðureign D-riðils. Lokatölur 32:24, fyrir Portúgal sem var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik,...
- Auglýsing -

Guðmundur heldur sig við sömu leikmenn og síðast

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik hefur ákveðið að stilla upp sama liði í kvöld gegn Ungverjalandi og vann portúgalska landsliðið í fyrsta leik Íslands á HM í fyrrakvöld. Það þýðir að Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson,...

ÍR fór með bæði stigin úr Kaplakrika

FH tókst ekki að leggja stein í götu, ÍR, efsta liðs Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðin mættust í Kaplakrika. ÍR-ingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda og unnu með fimm marka mun, 25:20,...

ÍBV er komið upp að hlið Vals – úrslit og staðan

ÍBV komst upp að hlið Vals í efsta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag með því að leggja Hauka, 30:28, í Vestmannaeyjum á sama tíma og Val tókst að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Stjörnunnar...
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Fengu orku frá fólkinu í stúkunni

Stemningin á viðureign Íslands og Portúgal í Kristianstad Arena á fimmtudagskvöldið var engu lík að sögn þeirra sem þar voru. Nærri 2.000 Íslendingar á áhorfendapöllunum voru magnaðir í stuðningi sínum við íslenska landsliðið í sigurleiknum, 30:26. Landsliðsmenn segja að...

Sveinn fetar í fótspor Íslendinga í Þýskalandi

Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson hefur verið seldur til þýska 1. deildarliðsins GWD Minden frá danska liðinu Skjern. Samningur Sveins við GWD Minden er til eins og hálfs árs og hefur hann þegar tekið gildi. Sveinn verður þar með klár í...

Stál í stál í Kristianstad

„Þetta verður hörkuleikur við Ungverja. Þeir eiga harma að hefna eftir að við unnum þá á heimavelli á EM fyrir ári,“ sagði Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is heyrði stuttlega í honum hljóðið síðdegis í gær, í...
- Auglýsing -

Dagskráin: Heima og að heiman

Nóg verður um að vera í dag fyrir handknattleiksáhugafólk, jafnt utan lands sem innan. Tólfta umferð Olísdeildar kvenna hefst með þremur spennandi leikjum í Garðabæ, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Einnig má búast við hörkuleik í Kaplakrika þegar efsta lið...

Molakaffi: Sóley, Hjörtur, Rasmussen, Hanna, Petrov, Groetzki, Cupara

Sóley Ívarsdóttir og Hjörtur Ingi Halldórsson voru valin handknattleiks fólk HK á uppskeruhátið félagsins sem fram fór 10. janúar. Handknattleikskona ársins í flokki ungmenna var valin Rakel Dórothea Ágústsdóttir og Ágúst Guðmundsson flokki karla í flokki ungmenna. Íslandsmeistarar 3....

Grill 66 kvenna: Ungmenni Framara unnu grannaslaginn

Ungmennalið Fram var ekki í erfiðleikum með Fjölni/Fylki í fyrsta leik ársins í Grill 66-deild kvenna í Dalhúsum í kvöld. Framarar skoruðu 42 mörk hjá grönnum sínum en fengu til baka á sig 25 mörk.Fimm marka munur var á...
- Auglýsing -

Grill 66 karla: Víkingur vann á Selfoss – Fram sneri við taflinu – úrslit

Víkingar fara vel af stað á nýju ári í Grill66-deild karla. Þeir fóru austur fyrir fjall í kvöld og komu með tvö stig í farteskinu heim eftir að hafa sótt ungmennalið Selfoss heim í Sethöllina.Heimamenn voru marki undir...

Titilvörnin hófst á stórsigri í Malmö

Heimsmeistarar Dana hófu titilvörnina á heimsmeistaramótinu í handknattleik af krafti í kvöld. Þeir unnu Belga með 15 marka mun, 43:28, í Malmö Arena H-riðli. Danir hafa þar með unnið 20 leiki í röð á heimsmeistaramóti og er fimm leikjum...

Góð byrjun hjá Alfreð á HM

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu unnu góðan sigur með ágætri frammistöðu gegn Katar í upphafsleik þjóðanna í E-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld, 31:27.Þýska liðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. var forskotið...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -