- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fréttir

- Auglýsing -

Ófærð setur aftur strik í reikning bikarkeppninnar

Viðureign ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik sem til stóð að færi fram í Vestmannaeyjum í dag og hæfist klukkan 17.30 hefur verið frestað um sólarhring.Veður gerir að verkum að ófært er með flugi á...

Sami taktur hjá okkur og gegn Stjörnunni

„Það var sami taktur í þessu hjá okkur og gegn Stjörnunni um daginn. Ég átta mig ekki alveg á því hvað var að angra menn og af hverju leikurinn fór svona hjá okkur,“ sagði Þórir Ólafsson þjálfari karlaliðs Selfoss...

Þurfum dúndurleik til að ná góðum úrslitum

„Ég held að ég sé ekki að gera lítið úr öðrum liðum í þessari keppni þegar ég segi að Flensburg geti unnið Evrópudeildina,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals í gær spurður hvort Flensburg sé sterkasta liðið sem Valur...
- Auglýsing -

Dagskráin: Bikarleikur og stórleikur

Í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í kvennaflokki þegar KA/Þór sækir ÍBV heim til Vestmannayja. Til stóð að leikurinn færi fram fyrir um viku en vegna ófærðar varð að fresta viðureigninni. Víkingur, Stjarnan, Haukar,...

Molakaffi: Tryggvi, Ómar, Richard, Ragnar, þrisvar í varsjá, Prokop

Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof féllu úr leik í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í gærkvöld. Þeir töpuðu öðru sinni fyrir Hammarby, 30:29, á heimavelli í gær. Við ramman reip var að draga eftir sex marka tap í...

Afturelding og FH færðust upp fyrir Fram

Afturelding og FH færðust upp fyrir Fram í annað og þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með sigrum á andstæðingum sínum í lokaleikjunum tveimur í 10. umferð. Afturelding vann öruggan sigur á Selfossi, 38:31, á Varmá. FH...
- Auglýsing -

Magnað að fá þetta tækifæri

Arnór Snær Óskarsson leikmaður Vals segir mikla eftirvæntingu ríkja fyrir viðureignina við Flensburg í Origohöllinni annað kvöld. Þrátt fyrir að í mörg horn hafi verið að líta síðustu daga og vikur hafi lengi verið hugsað til leiksins. Tvennt komi...

Norðmenn mæta til Íslands í byrjun mars

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna mætir B-landsliði Noregs (rekruttjentene) í tveimur vináttuleikjum hér á landi í byrjun mars. Leikirnir verða liður í undirbúningi íslenska landsliðsins vegna leikja við Ungverjaland í umspili vegna keppnisréttar á heimsmeistaramótinu. Umspilsleikirnir við Ungverja verða...

Dagskráin: Leikið í Hafnarfirði og Mosfellsbæ

Tíundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum sem fram fara í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fyrsti leikur umferðarinnar fór fram á föstudaginn og síðan bættust þrír leikir við á laugardaginn. Í einum þeirra fengu nýliðar...
- Auglýsing -

Molakaffi: Mørk, Cots, Andrea, Daníel, Sveinn, Bjarni, Jakob, Matschke

Nora Mørk, Noregi,  varð markadrottning EM kvenna í handknattleik sem lauk í gær. Hún skoraði 50 mörk, tveimur færri en á EM fyrir tveimur árum og þremur færri þegar hún varð markadrottning EM í fyrsta sinn fyrir sex árum....

Lunde með og sömu úrslit 18 árum síðar – Níundu gullverðlaun Þóris

Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna í níunda sinn eftir sigur á Dönum, 27:25, í úrslitaleik í Ljubljana. Þetta eru sömu úrslit og þegar lið þjóðanna mættust síðast í úrslitaleik á Evrópumóti fyrir 18 árum. Þá eins...

Sætaskipti og Framsigur – úrslit og staðan

Ungmennalið HK vann Fjölni/Fylki með tveggja marka mun, 31:29, í 6. umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld. Þar með höfðu liðin sætaskipti í sjöunda og áttunda sæti en fyrir neðan er ugmennalið Vals án stiga.HK U og...
- Auglýsing -

Svartfellingar taka bronsið með sér heim

Svartfjallaland fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu í handknattleik kvenna eftir sigur á Frökkum í framlengdum háspennuleik í Ljubljana í kvöld, 27:25. Sigurinn var verðskuldaður.Svartfellska liðið var sterkara lengst af leiksins og efldist við hverja raun. Frakkar virtust óstyrkir lengi...

Þriðji sigurinn í röð hjá Rúnari

Rúnar Sigtryggsson hefur svo sannarlega komið með ferska vinda inn í lið Leipzig eftir að hann tók við þjálfuninni fyrir 11 dögum. Liðið hefur ekki tapað stigi síðan og vann sinn þriðja leik í röð í kvöld í heimsókn...

Gerðu jafntefli fyrir Íslandsför

Teitur Örn Einarsson og samherjar í þýska liðinu Flensburg bjuggu sig undir leikinn við Val í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöldið í Origohöllinni með heimsókn til Arnars Freys Arnarssonar, Elvars Arnar Jónsson og samherja í MT Melsungen í dag.Jafntefli varð...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -