Afturelding gerði út um leikinn við Stjörnuna í kvöld á síðustu 15 mínútunum og vann með sex marka mun, 32:26, í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla að Varmá í kvöld. Staðan var jöfn, 11:11, eftir afar slakan og lítt...
Hrannar Guðmundsson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til tveggja ára um að þjálfa karlalið félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni í morgun.
Hrannar er 32 ára Mosfellingur og hefur þjálfað hjá ÍR, Aftureldingu og yngri landsliðum...
Sextánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ þegar Afturelding og Stjarnan mætast. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig eftir 15 leiki.
Stjarnan hefur...
Handknattleiksmaðurinn sterki Magnús Óli Magnússon fer ekki með Valsliðinu til Serbíu í fyrramálið. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals staðfesti þessi slæmu tíðindi í samtali við handbolta.is í kvöld eftir viðureign Vals og Selfoss í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins. Valur...
FH-ingurinn Jakob Martin Ásgeirsson var úrskurðaður í eins leiks bann á fundi aganefndar HSÍ í gær. Hann hlaut útilokun með skýrslu vegna sérstaklegrar hættulegrar aðgerðar í leik Hauka og FH í átta liða úrslitum Powerade-bikarnum á mánudagskvöldið.
„Dómarar meta að...
Landsliðskonan í handknattleik og burðarás í liði Hauka, Elín Klara Þorkelsdóttir, tognaði á vinstri ökkla þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik í viðureign Hauka og Aftureldingar í Olísdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Hún kom...
Afturelding var ekki fjarri því að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Hauka á Ásvelli í síðasta leik 17. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Haukar unnu með eins marks mun, 29:28, eftir að Afturelding skoraði þrjú síðustu...
Arnór Viðarsson leikmaður ÍBV gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Fredericia HK í sumar. Frá þessu sagði Séffinn / Zcheffenn / Experten / The specialist @arnardadi á X í gærmorgun, mánudag, samkvæmt áreiðanlegum heimildum.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sérfræðingsins mun Arnór...
Áfram verður leikið hér heima á Íslandsmótinu í handknattleik í kvöld. Haukar og Afturelding mætast í Olísdeild kvenna, 17. umferð. Um er að ræða síðustu viðureign umferðarinnar sem hófst á föstudaginn. Ekki var mögulegt að koma leiknum við á...
Línumaðurinn öflugi, Andri Finnsson, hefur framlengt samning sinn við Val um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeild Vals í dag.
Andri er uppalinn á Hlíðarenda þar sem hann hefur leikið með Val upp alla yngri flokka félagsins. Hann...
„Það líður sennilega ár áður en ég mæti til leiks aftur,“ sagði handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir í samtali við handbolta.is spurð hvenær væri von á henni aftur út á leikvöllinn með KA/Þór. Rakel Sara hefur ekkert leikið með KA/Þór...
„Það var ótrúlega gaman að mæta út á völlinn aftur. Reyndar var svolítið stress yfir hvað Tryggvi litli leyfði mér að gera en þetta bjargaðist allt eins og best var á kosið. Systir mín var með hann meðan á...
Martha Hermannsdóttir hefur tekið fram handboltaskóna og ákveðið að leika með KA/Þór í síðustu leikjum Olísdeildar. KA/Þór er í fallhættu á botni deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir. Hún lék með KA/Þór gegn ÍR í Skógarseli í gærkvöld.
„Það eru...
„Sú staðreynd að við héldum ÍR í 22 mörkum hefði átt að nægja okkur til þess að stela stigi eða tveimur úr leiknum en því miður varð það ekki raunin,“ sagði Arna Valgerður Erlingsdóttir þjálfari KA/Þórs í samtali við...
„Þetta eru tvö góð stig sem tryggja okkur þann stað í deildinni sem við viljum vera á,“ sagði Sigrún Ása Ásgrímsdóttir leikmaður ÍR í samtali við handbolta.is í kvöld eftir fimm marka sigur ÍR-inga á KA/Þór, 22:17, í 17....