- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Haukur og Andri Már léku listir sínar í Mannheim – myndskeið

- Auglýsing -

Landsliðsmennirnir Haukur Þrastarson og Andri Már Rúnarsson fóru svo sannarlega á kostum hvor með sínu liðinu þegar Rhein-Neckar Löwen vann HC Erlangen, 36:27, í SAP Arena í Mannheim í gær, 36:27. Leikurinn var liður í þýsku 1. deildinni í handknattleik og van Rhein-Neckar Löwen fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14.


Haukur skoraði sjö mörk og gaf níu stoðsendingar fyrir lið Rhein-Neckar Löwen. Hann var maðurinn á bak við 16 af 36 mörkum liðsins. Selfyssingurinn er sem fyrr sá leikmaður þýsku 1. deildarinnar sem gefið hefur flestar stoðsendingar á leiktíðinni, alls 99.

Landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson í leikmaður HC Erlangen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Andri Már Rúnarsson fór hreinlega með himinskautum hjá HC Erlangen og var einnig á bak við 16 mörk. Hann skoraði 13 sinnum og gaf þrjár stoðsendingar. Þar af skoraði hann fjögur marka sinna úr vítaköstum. Andri Már var svo sannarlega óstöðvandi eins og Haukur. Lofar frammistaða þeirra góðu þegar stutt er í Evrópumót landsliða.


Viggó Kristjánsson er enn þá frá keppni vegna meiðsla eins og síðustu tvær vikur.

Hér fyrir neðan er samantekt úr leik þar sem sjá má Hauk og Andra Má leika listir sínar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -