- Auglýsing -
- Auglýsing -

Herslumuninn vantaði upp á síðustu 10 mínúturnar

Miklar annir eru hjá Íslandsmeisturum Vals þessar vikurnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur tapaði með þriggja marka mun fyrir PAUC, 32:29, í Arena Du Pays D´Aix í fjórðu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í kvöld. Valsmenn voru betri í leiknum í 50 mínútur í Frakklandi í kvöld. Síðustu 10 mínúturnar reyndust erfiðar, ekki síst í sóknarleiknum. Heimamenn gengu á lagið og unnu en þeir komust fyrst yfir í síðari hálfleik rúmum sjö mínútum fyrir leikslok, 28:27.


Valur komst fjórum mörkum yfir, 24:20, þegar 17 mínútur voru eftir af leiktímanum. Það sem eftir var skoraði Valsliðið aðeins fimm mörk.


Þetta var annað tap Vals í riðlakeppninni í fjórum umferðum. Næsti leikur verður gegn FTC í Búdapest eftir viku áður en röðin kemur að heimaleik við sænsku meistarana í Ystads eftir hálfan mánuði.


Valur byrjaði frábærlega í kvöld. Liðið skoraði fimm af fyrstu sjö mörkunum. PAUC svaraði og komst yfir, 12:8, og útlitið virtist ekki bjart fyrir Íslandsmeistarana. Þeir lögðu ekki árar í bát og komust yfir með fimm mörkum í röð, 13:12. Í hálfleik var Valur marki yfir, 15:14, ekki síst eftir frábæran varnarleik og afar góðan leik Björgvins Pálsí marki Vals.


Sem fyrr segir voru Valsmenn mun sterkari framan af síðari hálfleik. Þreytan fór að segja til sín þegar á leið og þriðja öflugasta lið frönsku 1. deildarinnar vann á endasprettinum.


Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 6/3, Stiven Tobar Valencia 6, Róbert Aron Hostert 3, Magnús Óli Magnússon 3, Þorgils Jón Svölu Baldursson 3, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Finnur Ingi Magnússon 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Agnar Smári Jónsson 1, Vignir Stefánsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12, 27%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -