Níu marka sigur hjá U20 ára landsliðinu

U20 ára landslið karla í handknattleik vann færeyska í sama aldursflokki með níu marka mun, 34:25, í fyrri vináttuleik liðanna í íþróttahúsinu í Safamýri síðdegis í dag. Í hálfleik voru íslensku piltarnir með fimm marka forskot, 19:14. Liðin mætast öðru sinni í Safamýri klukkan 16 á morgun, sunnudag. Færeyingar fóru betur af stað í leiknum … Continue reading Níu marka sigur hjá U20 ára landsliðinu