Alfredo Quintana er látinn

Portúgalski landsliðsmarkvörðurinn í handknattleik, Alfredo Quintana, er látinn 32 ára gamall. Félagslið hans, FC Porto, greindi frá þessari sorgarfregn á samfélagsmiðlum í dag. Quintana fékk hjartaáfall á æfingu með Porto á mánudaginn og fór í hjartastopp. Hann komst ekki aftur til meðvitundar. Quintana fæddist í Havana á Kúbu 20. mars 1988. Hann lék með landsliði … Continue reading Alfredo Quintana er látinn