Thea tryggði jafntefli í Málaga

Thea Imani Sturludóttir tryggði Val jafntefli, 25:25, gegn spænska liðinu Málaga Costa del Sol í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í kvöld. Leikið var á Málaga. Thea Imani skoraði jöfnunarmarkið í æsilega spennandi leik þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Síðari viðureignin verður í N1-höll Vals á Hlíðarenda eftir viku. … Continue reading Thea tryggði jafntefli í Málaga