- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur er Íslandsmeistari 2023

Íslandsmeistarar Vals hafa sótt um keppnisrétt í undankeppni Evrópudeildarinnar. Mynd/Sigfús Gunnar
- Auglýsing -

Valur er Íslandsmeistari í handknattleik kvenna 2023 eftir þriðja sigurinn á deildar- og bikarmeisturum ÍBV í Vestmannaeyjum í dag, 25:23. Þetta er átjándi Íslandsmeistaratitill Vals í handknattleik kvenna og sá fyrsti frá 2019.

Í hörkuspennandi leik þar sem Eyjaliðið lagði allt í sölurnar innsiglaði Thea Imani Sturludóttir sigur Vals en aðeins nokkrum andartökum áður hafði þrumuskot Hrafnhildur Hönnu Þrastardóttur smollið í þverslá Valsmarksins og frá markinu. Sárlitlu munaði að ÍBV tækist að ná í framlengingu.

Valur var marki yfir í hálfleik, 12:13, og náði fjögurra marka forskoti snemma í síðari hálfleik. Segja má að ÍBV liðið hafi sopið seyðið af því allt til leiksloka.

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna 2023. Mynd/Sigfús Gunnar



Í þessu einvígi liðanna kom bersýnilega í ljós hvað breiddin í leikmannahópnum skiptir máli. Segja má að hún hafi riðið baggamuninn þegar upp var staðið. Vafalaust hjálpaði heldur ekki upp á sakirnar að ÍBV fór í fimm leikja rimmu við Hauka, þar af þrjá framlengda.

Valur er sannarlega verðskuldaður Íslandsmeistari kvenna í handknattleik. Valsliðið var best þegar mest á reið.


Þórey Anna Ásgeirsdóttir var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 9, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Sunna Jónsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 3/1, Elísa Elíasdóttir 1, Karolina Olszowa 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 13, 35,1%, Ólöf Maren Bjarnadóttir 0.

Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 9/5, Mariam Eradze 6, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 13/1, 36,1%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -