Fingurbrotnaði í fagnaðarlátum – áfall í herbúðum KA

Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell leikur ekki fleiri leiki með KA á þessu keppnistímabili. Hann fingurbrotnaði illa eftir sigur KA á Haukum á Ásvöllum á föstudagskvöld, eftir því sem heimildir handbolta.is herma. Hlaut hann opið fingurbrot og er þar af leiðandi í gipsi upp að olnboga. Eftir því sem næst verður komist brotnaði þumalfingur hægri handar. … Continue reading Fingurbrotnaði í fagnaðarlátum – áfall í herbúðum KA