- Auglýsing -
- Auglýsing -

Biðin er senn á enda

Bjarki Már Elísson verður ekki með landsliðinu í leiknum við Litháa. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Loks hillir undir að keppni í 1. og 2. deild þýska handknattleiksins í karlaflokki hefjist. Til stendur að flauta til leiks í efstu deild miðvikudaginn 1. október og daginn eftir í 2. deild. Það er mánuði síðar en hefðbundið er. Ástæðan er kórónupestin sem hefur tröllriðið heimsbyggðinni síðan snemma árs.


Fyrir utan að keppnistímabilið hefst mánuði síðar en venjulegt er þá eru fleiri lið í deildunum en áður. Alls eru 20 lið í 1.deild í stað 18 undangengin ár. Nítján lið verða í 2.deild og situr eitt þeirra yfir í hverri umferð.

Fleiri lið mun falla úr deildunum í vor en venjulega, eða fjögur úr 1. deild og þrjú úr 2. deild. Ástæða fjölgunar liða í deildunum er sú að ekkert lið féll í vor sem leið.


Leikið verður þétt í þýsku deildunum tveimur og lengra fram eftir ári en vant er. Áætlað er að lokaumferð 1.deildar verði 27. júní en daginn áður í 2. deild, um það bil mánuði áður en handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst í Tókýó. Ljóst að stutt sumarleyfi verður hjá leikmönnum sem leika í Þýskalandi og taka þátt í leikunum með landsliðum sínum. Þýska landsliðið á til að mynda góða möguleika á að tryggja sér farseðil til Japan.


Úrslitahelgi bikarkeppninnar á að fara fram 27. og 28. febrúar. Keppnin sú var slegin af í vor sem leið eins og svo margt annað.


Hlé verður gert á keppni í báðum deildum karla frá 30. desember til 5. febrúar.


Áður en flautað verður til leiks í 1. deild karla munu meistarar Kiel og silfurlið Flensburg mætast í meistarakeppninni, Pixum Super cup, 26. september.


Nokkrir Íslendingar leika eða þjálfa í Þýskalandi. Fyrstu leikir þeirra verða þessir:

Janus Daði Smárason leikur með Göppingen í Þýskalandi. Mynd/EPA


1.deild:


1.október, Magdeburg (Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) – Bergischer (Arnór Þór Gunnarsson, Ragnar Jóhansson)

1.október, Lemgo (Bjarki Már Elísson) – Coburg

1.október, Essen – Göppingen (Janus Daði Smárason)

(Elvar Ásgeirsson, Viggó Kristjánsson).


4.október, Balingen (Oddur Gretarsson) – Melsungen (Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari, Arnar Freyr Arnarsson)

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Melsungen. Mynd/MT Melsungen


4.október, RN-Löwen (Alexander Petersson, Ýmir Örn Gíslason) – Stuttgart

2.deild:

2.október, Lübeck-Schwartau – Gummersbach (Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari, Elliði Snær Viðarsson)


3.október, EHV Aue (Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinbjörn Pétursson) – Rimpar


Bietigheim, situr yfir í fyrstu umferð en með liðinu leikur Aron Rafn Eðvarðsson og Hannes Jón Jónsson er þjálfari.

Keppni hefst í 1. og 2.deild kvenna um næstu helgi eins og handbolti.is hefur áður greint frá.

Elliði Snær Viðarsson, nýr liðsmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -