Evrópumót kvenna í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri stendur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi frá 9. til 20. júlí. Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðlakeppninnar frá 9. til 12. júlí. Ísland er á meðal þátttökuþjóða og á...
„Danska liðið er feikisterkt eftir tvenn silfurverðlaun á síðustu tveimur stórmótum í þessum árgangi. Við vissum að það yrði á brattann að sækja hjá okkur. Þrátt fyrir tap þá sýndu stelpurnar margt gott sem við getum byggt á í...
Íslenska landsliðið tapaði fyrir danska landsliðinu með sex marka mun, 31:25, í fyrstu umferð B-riðils Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna í handknattleik í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Danir voru fimm mörkum yfir, 15:10, að loknum...
Dagurinn var vel nýttur hjá leikmönnum og þjálfurum u19 ára landsliðs kvenna sem hefur í fyrramálið keppni á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi. Tekin var hressileg æfing í æfingasal en ekki í keppnishöllinni þar sem fyrsti leikurinn...
U19 ára landsliðið í handknattleik kvenna kom til Podgorica í Svartfjallalandi síðdegis í gær eftir strangt ferðalag frá Íslandi. Á morgun hefst þátttaka í Evrópumótinu með viðureign við danska landsliðið. Eftir það tekur við leikur gegn Litáen á fimmtudag...
Evrópumót 19 ára landsliða kvenna í handknattleik hefst í Podgorica í Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Íslenska landsliðið verður eitt 24 liða sem tekur þátt í mótinu, eins og handbolti.is hefur áður greint frá. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur og...
Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðsins í handknattleik karla var valinn mikilvægasti leikmaður Opna Evrópumótsins í handknattleik í mótslok í kvöld.Auk Dags Árna voru tveir leikmenn úr íslenska liðinu í úrvalsliði mótsins, Jens Sigurðarson markvörður og Bessi...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði með minnsta mun, 31:30, fyrir Spáni í úrslitaleik Opna Evrópumótsins í Scandinavium-íþróttahöllinni í Gautaborg í kvöld.Íslenska liðið skoraði tvö síðustu mörk leiksins, vantaði herslumun upp...
Klukkan 18.15 hefst úrslitaleikur Íslands og Spánar á Opna Evrópumóti 19 ára landsliða í handknattleik karla. Leikurinn fer fram í Scandinavium íþróttahöllinni í Gautaborg. Þar verður væntanlega mikið um dýrðir enda er leikurinn einn af hápunktum Partille Cup-mótsins sem...
„Fyrsta markmiðinu er náð að komast í úrslitaleikinn,“ sagði Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðs karla í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans eftir að landsliðið tryggði sér sæti í úrslitum Opna Evrópumótsins með sigri á...
„Þetta var gríðarsterkt hjá strákunum. Það er alvöru að vinna Króatana. Þeir eru með hörkulið sem hefur allt,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik í kvöld eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í...
Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, leikur til úrslita á Opna Evrópumótinu gegn Spánverjum á morgun. Íslensku piltarnir unnu Króata í undanúrslitum í kvöld, 32:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik,...
Framundan hjá U19 ára landsliðinu í handknattleik karla er undanúrslitaleikur við Króatíu á Opna Evrópumótinu í handknattleik karla. Flautað verður til leiks klukkan 17. Sigurliðið leikur til úrslita á mótinu á morgun gegn Spánverjum. Spánn vann Svíþjóð, 36:23, í...
Evrópumót 19 ára landsliða kvenna hefst í Podgorica í Svartfjallalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Ísland verður á meðal 24 þjóða sem sendir lið til keppni á mótinu. Íslenska liðið dróst í B-riðil með Danmörku, Litáen og heimaliðinu frá...
„Okkur hefur bara gengið rosalega vel og liðið leikið afar góðan handbolta,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfari U19 ára landsliðs karla í handknattleik þegar handbolti.is sló á þráðinn til hans í kvöld. Íslenska liðið hefur unnið fjóra af fimm...