Olísdeildir

- Auglýsing -

Titilvörnin hefst á Selfossi – leikið til 15. nóvember

Íslandsmeistarar þriggja síðustu ára, Valur, hefur titilvörn sína í Olísdeildinni undir stjórn nýs þjálfara, Antons Rúnarssonar, með leik á Selfossi laugardaginn 6. september, eftir því sem fram kemur í drögum að niðurrröðun deildarinnar sem birt hefur verið opinberlega á...

Meistararnir fá FH í heimsókn í fyrstu umferð – riðið á vaðið í Garðabæ

Flautað verður til leiks í Olísdeild karla miðvikudaginn 3. september gangi áætlanir mótanefndar HSÍ eftir en uppkast að niðurröðun leikja deildarinnar hefur loksins verið birt á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Stjarnan og Valur eigast við í upphafsleik deildarinnar í Hekluhöllinni...

Karlar – helstu félagaskipti 2025

Eins og undanfarin ár heldur handbolti.is skrá yfir helstu félagaskipti meðal handknattleiksfólks sem greint hefur verið frá á síðustu mánuðum og vikum, jafnt innanlands sem utan.Hér fyrir neðan er það sem hæst ber í félagaskiptum á meðal handknattleikskarla og...
- Auglýsing -

Loftur hefur ákveðið að söðla um

Línumaðurinn Loftur Ásmundsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Stjörnuna. Hann kemur til Garðabæjarliðsins frá Val en hann er uppalinn hjá HK Hann hefur undanfarin tímabil leikið með ungmennaliði Vals í Grill66-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili skoraði Loftur 13...

Efnilegur markvörður ÍR skrifar undir samning til tveggja ára

Gísli Hrafn Valsson hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027.Gísli, sem er uppalinn ÍR-ingur, leikur í stöðu markmanns og mun vera einn þriggja markmanna meistaraflokks karla á næsta ári.Gísli Hrafn er fæddur árið 2006 og var...

Bryndís Hulda verður áfram með Stjörnunni

Bryndís Hulda Ómarsdóttir, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Stjörnunnar. Bryndís er 17 ára og er að koma upp úr yngri flokka starfi Stjörnunnar þar sem hún hefur sýnt mikinn dugnað og framfarir síðustu ár, ásamt því að vera...
- Auglýsing -

Þjálfarar – helstu breytingar 2025

Handbolti.is hefur tekið saman helstu breytingar sem hafa orðið eða verða á högum íslenskra handknattleiksþjálfara, jafnt utan lands sem innan fyrir næsta keppnistímabil, 2025/2026.Skráin verður reglulega uppfærð.Athugasemdir eða ábendingar: [email protected]ías Már Halldórsson hættir þjálfun Fredrikstad Bkl og tekur við...

Nýr samningur liggur á borðinu – veltir framhaldinu fyrir sér

Óvissa ríkir hvort fyrirliði Fram, Magnús Øder Einarsson, leiki áfram með liðinu á næstu leiktíð. Samningur hans við Fram er runninn út og nýr samningur liggur á borðinu. Magnús segir að spurningin liggi hjá sér, hvort hann hrökkvi eða...

Ásbjörn er hættur – alltént þar til annað kemur í ljós

Handknattleiksmaðurinn ástsæli, Ásbjörn Friðriksson, hefur ákveðið að hætta í handknattleik. Hann staðfestir þetta við Handkastið í dag. Ásbjörn útilokar ekki að endurskoða ætlan sína.Ásbjörn, er frá Akureyri og lék með KA, en gekk til liðs við FH árið 2008...
- Auglýsing -

Aron ráðinn faglegur ráðgjafi FH

Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn í starf faglegs ráðgjafa hjá handknattleiksdeild FH. Aron mun koma að frekari uppbyggingu yngri flokka og afreksstarfs deildarinnar og vinna náið með stjórn og skrifstofu handknattleiksdeildar FH. Frá þessu segir handknattleiksdeild FH í tilkynningu...

Hefur jafnað sig á meiðslum og framlengir

Rakel Dórothea Ágústsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Stjörnunnar.Rakel kom til Stjörnunnar frá HK fyrir tveimur árum og hefur stimplað sig vel inn, bæði sem leikmaður og sem félagi. Rakel, sem er 19 ára, er mikilvægur póstur í...

Sá markahæsti er farinn frá ÍBV

Portúgalski handknattleiksmaðurinn Daniel Esteves Vieira er farinn frá ÍBV eftir tveggja ára veru. Hann hefur samið við Saran Loiret Handball í Frakklandi til tveggja ára. Handkastið segir frá brottför Vieira.Viera, sem kom til ÍBV sumarið 2023 þegar Rúnar Kárason...
- Auglýsing -

Fer frá Hlíðarenda í Skógarsel

Matthías Ingi Magnússon hefur samið við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið í yngri flokkum og ungmennaliði félagsins undanfarin ár.Matthías, sem er fæddur árið 2006, er fjölhæfur vinstri hornamaður...

Höfuðhögg heldur Stefáni Magna ennþá frá keppni

Hægri hornamaður Aftureldingar, Stefán Magni Hjartarson, hefur alls ekki náð fullri heilsu eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í fjórðu og næst síðustu viðureign Aftureldingar og Vals í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar í vor. Stefán Magni fékk heilahristing við höggið...

Sif ætlar að standa vaktina hjá ÍR

Sif Hallgrímsdóttir, markvörður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Olísdeildarlið ÍR eftir því sem handbolti.is kemst næst. Sif hefur undanfarin þrjú ár ár verið annar tveggja markvarða KA/Þórs. Hún var einnig í samtali við Fram en ekkert varð...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -