Okkar fólk úti

- Auglýsing -

Ellefu Íslendingar í Meistaradeildinni – dregið hefur verið í riðla

Dregið var í riðla Meistaradeildar karla í handknattleik í gær. Nöfn sextán liða frá ellefu þjóðum voru í skálunum sem dregið var úr. Nýkrýndir Evrópumeistarar SC Magdeburg fengu sæti í B-riðli meðal annars með Barcelona en liðin mættust í...

Liðssamvinna fleytir Aldísi Ástu og félögum til Evrópu

Sænska meistaraliðið Skara HF sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með og Lena Margrét Valdimarsdóttir gengur til liðs við í sumar, ætlar að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn á næsta leiktíð. Félagið hefur ákveðið að taka sæti...

Uppsagnarákvæði í samningi Andra Más – það er hans að ákveða

Andri Már Rúnarsson landsliðsmaður í handknattleik er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska liðið SC DHfK Leipzig. Þetta staðfesti Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra Más, í samtali sem birt var í gærkvöld á Sýn og síðar hjá Vísir. Þegar...
- Auglýsing -

Viktor flytur frá Akureyri til Kollafjarðar

Handknattleiksþjálfarinn Viktor Lekve ætlar að söðla um og flytja til Kollafjarðar í Færeyjum. Hann hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs félagsins, KÍF. Samhliða verður hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins.Undanfarið ár hefur Viktor þjálfað hjá KA á Akureyri m.a. þriðja flokk...

Gísli Þorgeir er í úrvalsliði Evrópu

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í úrvalsliði Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF stóð fyrir vali á eftir að Evrópumótum félagsliða lauk. Gísli er eini Íslendingurinn í hópnum en einnig komu Ómar Ingi Magnússon, liðsfélagi Gísla hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg, og...

Andri Már sagður vilja fara – orðaður við þrjú evrópsks félagslið

Þýski fréttamiðillinn SportBild segir frá því í dag að landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson vilji fara frá þýska liðinu SC DHfK Leipzig eftir að föður hans, Rúnari Sigtryggssyni, var sagt upp störfum í síðustu viku. Rúnar var þjálfari Leipzig-liðsins.Umboðsmaður á...
- Auglýsing -

Þrír landsliðsmenn eru í kjöri á liði ársins í Evrópu

Þrír íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem valið stendur á milli í kjöri á úrvalsliði keppnistímabilsins sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur fyrir. Þetta eru Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg, Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon, og Ómar Ingi Magnússon.EHF...

Jón Ísak færir sig á milli liða á Jótlandi

Ungur íslenskur handknattleiksmaður, Jón Ísak Halldórsson sem verið hefur hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro undir stjórn Arnórs Atlasonar, hefur söðlað um og gengið til lið við Lemvig-Thyborøn Håndbold sem leikur í næst efstu deild. Jón Ísak lék með Lemvig...

„Mér líður alveg frábærlega“

„Mér líður alveg frábærlega. Við lékum bara mjög vel og uppskárum eftir því,“ sagði Ómar Ingi Magnússon nýkrýndur Evrópumeistari í handknattleik karla með þýska liðinu SC Magdeburg þegar handbolti.is hitti hann rétt eftir að hann hafði tekið við gullverðlaunum...
- Auglýsing -

Allt small hjá okkur – mikil vinna til að ná helginni

„Tilfinningin er einstök og þessi liðsheild sem við sýndum í dag. Það er ekki hægt að taka út eitthvað eitt. Það hreinlega small allt hjá okkur,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við handbolta.is í Lanxess Arena í kvöld...

Gísli Þorgeir sá besti í annað sinn

Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistardeildar Evrópu 2025. Þetta er í annað sinn sem hann hreppir hnossið. Hann vann einnig 2023 þegar Magdeburg varð einnig Evrópumeistari.Gísli Þorgeir jafnar þar með metin við Aron Pálmarsson sem var...

Þetta var erfitt enda á það að vera þannig

„Þetta var erfitt enda á það að vera erfitt að vinna leik í undanúrslitum Meistaradeildar,“ sagði Ómar Ingi Magnússon markahæsti leikmaður Magdeburg í samtali við handbolta.is í Lanxess Arena eftir að Magdeburg vann Barcelona, 31:30, í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu...
- Auglýsing -

Anton og Jónas sýndu þeim besta rauða spjaldið

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson stóðu í stórræðum strax eftir rúmar átta mínútur í undanúrslitaleik Füchse Berlin og Nantes í Meistaradeild Evrópu í Lanxess Arena í Köln í dag. Þeir sýndu Mathias Gidsel, einum besta leikmanni heims og...

Endurtekur SC Magdeburg leikinn frá 2023 eða fara meistararnir í úrslit?

Síðari viðureign dagsins í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla verður á milli Spánarmeistara og Evrópumeistara síðasta árs, Barcelona, og silfurliðs þýsku 1. deildarinnar, SC Magdeburg. Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Sigurliðið mætir annað hvort Füchse Berlin...

Gísli Þorgeir er klár í slaginn við Barcelona

Gísli Þorgeir Kristjánsson er í leikmannahópi SC Mageeburg sem mætir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag. Leikmannahópar liðanna voru birtir í morgun eftir tæknifund og er Gísli Þorgeir á meðal 16 leikmanna sem Bennet Wiegert þjálfari...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -