- Auglýsing -
Bronslið Færeyinga á heimsmeistaramótinu í handknattleik fær höfðinglegar mótttökur á morgun í Þórshöfn. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Elsa Berg borgarstjóri hafa boðið landsliðinu og starfsmönnum til mótttöku í Vaglinum í Þórshöfn síðdegis á morgun.
Lúðrasveit Þórshafnar, Havnar Hornorkestur, leikur við mótttökuna. Eftir að formlegri mótttöku verður lokið gefst almenningi tækifæri til þess að hitta leikmenn, fá myndir og eiginhandaráritanir á plaköt, búninga og blöð.
21 árs landslið Færeyinga er það fyrsta sem vinnur til verðlauna á stórmóti í boltaíþrótt á vegum Alþjóðlegs íþróttasambands. Færeyska landsliðið vann Svía í leiknum um þriðja sæti á HM í Póllandi, 27:26.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -