Teitur Örn Einarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Gummersbach er orðaður við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen í SportBild í morgun. Sagt er að Maik Machulla, nýr þjálfari Rhein-Neckar Löwen, leiti að leikmanni til þess að styrkja hægri skyttustöðuna hjá...
Áfram eru vangaveltur um framtíð landsliðsmannsins Andra Más Rúnarssonar. Ellefu dagar eru þangað til SC DHfK Leipzig kemur saman á ný til æfinga ef skipulagi verði haldið. Reyndar hefur ekki enn verið tilkynnt hver taki við þjálfun liðsins af...
Örvhenta skyttan Birkir Benediktsson hefur snúið heim til Íslands eftir eins árs útgerð hjá japanska liðinu Wakunaga. Birkir staðfesti heimkomu sína við Handkastið í vikunni en Handkastið kom fram á ritvöllinn á dögunum með vefsíðu og hefur farið mikinn...
Áhuginn og stemningin í kringum þýska liðið VfL Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og landsliðsmennirnir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson leika með, heldur áfram að aukast. Félagið hefur aldrei selt fleiri ársmiða fyrir næsta keppnistímabil og...
Félagaskipti Janusar Daða Smársonar til ungversku bikarmeistaranna Pick Szeged fyrir síðasta keppnistímabil eru metin þriðju bestu félagaskipti leiktíðarinnar í árlegu uppgjöri Handball-Planet sem birt var í gær. Þar er lagt mat á 15 bestu félagaskipti leiktíðarinnar eftir að rýnt...
Í tilefni af komu landsliðsmarkvarðarsins Viktors Gísla Hallgrímssonar til Barcelona í sumar deilir Handknattleikssamband Evrópu, EHF, í dag myndskeiði með frábærum tilþrifum Viktors Gísla í leikjum Wisla Plock í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.Big move in the #ehfcl! 𝗩𝗶𝗸𝘁𝗼𝗿...
Engin miskunn er hjá Steffen Birkner þjálfara þýska handknattleiksliðsins Blomberg-Lippe. Hann var með fyrstu æfingu í gær til undirbúnings fyrir næsta keppnistímabil. Birkner segist í samtali við þýska fjölmiðla vera fastheldinn og vilja hefja æfingar snemma. Þrjár íslenskar landsliðskonur eru...
Dregið var í riðla Meistaradeildar karla í handknattleik í gær. Nöfn sextán liða frá ellefu þjóðum voru í skálunum sem dregið var úr. Nýkrýndir Evrópumeistarar SC Magdeburg fengu sæti í B-riðli meðal annars með Barcelona en liðin mættust í...
Sænska meistaraliðið Skara HF sem Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með og Lena Margrét Valdimarsdóttir gengur til liðs við í sumar, ætlar að taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í fyrsta sinn á næsta leiktíð. Félagið hefur ákveðið að taka sæti...
Andri Már Rúnarsson landsliðsmaður í handknattleik er með uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska liðið SC DHfK Leipzig. Þetta staðfesti Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra Más, í samtali sem birt var í gærkvöld á Sýn og síðar hjá Vísir. Þegar...
Handknattleiksþjálfarinn Viktor Lekve ætlar að söðla um og flytja til Kollafjarðar í Færeyjum. Hann hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs félagsins, KÍF. Samhliða verður hann yfirþjálfari yngri flokka félagsins.Undanfarið ár hefur Viktor þjálfað hjá KA á Akureyri m.a. þriðja flokk...
Gísli Þorgeir Kristjánsson er í úrvalsliði Evrópu sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF stóð fyrir vali á eftir að Evrópumótum félagsliða lauk. Gísli er eini Íslendingurinn í hópnum en einnig komu Ómar Ingi Magnússon, liðsfélagi Gísla hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg, og...
Þýski fréttamiðillinn SportBild segir frá því í dag að landsliðsmaðurinn Andri Már Rúnarsson vilji fara frá þýska liðinu SC DHfK Leipzig eftir að föður hans, Rúnari Sigtryggssyni, var sagt upp störfum í síðustu viku. Rúnar var þjálfari Leipzig-liðsins.Umboðsmaður á...
Þrír íslenskir landsliðsmenn eru á meðal þeirra sem valið stendur á milli í kjöri á úrvalsliði keppnistímabilsins sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, stendur fyrir. Þetta eru Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg, Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon, og Ómar Ingi Magnússon.EHF...
Ungur íslenskur handknattleiksmaður, Jón Ísak Halldórsson sem verið hefur hjá danska úrvalsdeildarliðinu TTH Holstebro undir stjórn Arnórs Atlasonar, hefur söðlað um og gengið til lið við Lemvig-Thyborøn Håndbold sem leikur í næst efstu deild. Jón Ísak lék með Lemvig...