Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti leikmaður úrslitahelgar Meistardeildar Evrópu 2025. Þetta er í annað sinn sem hann hreppir hnossið. Hann vann einnig 2023 þegar Magdeburg varð einnig Evrópumeistari.
Gísli Þorgeir jafnar þar með metin við Aron Pálmarsson sem var sá eini sem valinn hefur verið sá besti í tvígang í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar, 2014 og 2016.
Besti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar (fyrst valið 2014):
2014: Aron Pálmarsson (THW Kiel).
2015: Nikola Karabatic (FC Barcelona).
2016: Aron Pálmarsson (Telekom Veszprém).
2017: Arpad Sterbik (Vardar Skopje).
2018: Diego Simonet (Montpellier HB).
2019: Igor Karacic (Vardar Skopje).
2020: Hendrik Pekeler (THW Kiel).
2021: Gonzalo Perez de Vargas (FC Barcelona).
2022: Artsem Karalek (Lomza Vive Kielce).
2023: Gísli Þorgeir Kristjánsson (SC Magdeburg).
2024: Melvyn Richardson (FC Barcelona).
2025: Gísli Þorgeir Kristjánsson (SC Magdeburg).