- Auglýsing -
- Auglýsing -

Myndasyrpa: Takk fyrir okkur – bless í bili

Myndir/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingar flykktust í þúsundavís á leiki íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð en þátttöku íslenska landsliðsins lauk í gær. Aldrei áður hafa fleiri Íslendingar komið á leiki landsliðsins á erlendri grundu og hugsanlegt er þeir hafi sjaldan verið fleiri yfir höfuð á leikjum liðsins þótt heimaleikir séu teknir með í reikninginn.


Söngur og gleði hefur fylgt íslensku áhorfendunum. Þeir hafa sett skemmtilegan svip á keppnina enda var þeim þakkað sérstaklega fyrir komuna í gær af vallarþulinum í Scandinavium eftir síðasta leik íslenska landsliðsins í móti, sigurleiknum við Brasilíu, 41:37.


Sjaldan hefur þjóðsöngurinn verið sunginn af slíkri raust og fyrir leikina sex á mótinu að þessu sinni auk þess sem Ferðalok, ég er kominn heim, hefur hljómað í leikslok á flestum leikjum, m.a. í gær. Söngur Óðins Valdimarssonar hljómaði í öflugu hljóðkerfi Scandinavium íþróttahallarinnar í leikslok í gær og kór þúsunda Íslendinga tók undir um leið og þeir kvöddu leikmenn íslenska landsliðsins í bili. Leikmenn landsliðsins og starfsmenn stóðu út á vallargólfinu, horfðu upp í bláa hafið og þökkuðu fyrir sig. Áhrifamikil og falleg kveðjustund. Sjáumst síðar – bless í bili.


Hafliði Breiðfjörð ljósmyndari var í Scandinavium í gær og fangaði stemninguna meðal áhorfenda fyrir handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -