- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU20: Ungverjar mæta Norðmönnum í úrslitum

Norsku stúlkurnar hoppandi kátar eftir sigurinn á Hollendingum í undanúrslitum á HM U20 ára landsliða í dag. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Noregur og Ungverjaland mætast í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna 20 ára og yngri í Slóveníu á sunnudaginn. Norska landsliðið vann stórsigur á hollenska landsliðinu, 32:23, í undanúrslitum í dag. Síðdegis mátti sænska landsliðið að játa sig sigrað í hinni viðureign undanúrslitanna gegn ungverska landsliðinu, 33:25. Svíar veittu harða mótspyrnu lengi vel en þraut örendið þegar kom fram í síðari hálfleik.


Angóla og Danmörk eigast við í leiknum um fimmta sæti. Danir unnu Þjóðverja með ellefu marka mun, 38:27. Angóla lagði landslið Sviss með fimm marka mun, 26:21.


Röð annarra liða liggur fyrir:
9. sæti:
Japan – Svartfjallaland 35:27.

11. sæti:
Tékkland – Króatía 25:23.

13. sæti:
Egyptaland – Túnis 28:26.

15. sæti:
Frakkland – Slóvenía 31:16.

17. sæti:
Pólland – Rúmenía 23:22.
Pólska landsliðið vann hinn eftirsótta forsetabikar.


19. sæti:
Suður Kórea – Slóvakía 36:31.

21. sæti:
Litáen – Brasilía 27:26.

23. sæti:
Gínea – Austurríki 10:0.
Austurríki varð að gefa leikinn vegna hópsmits kórónuveiru.

25. sæti:
Argentína – Indland 41:30.

27. sæti:
Chile – Kasakstan 25:24.

29. sæti:
Ítalía – Íran 35:20.

31. sæti:
Bandaríkin – Mexíkó 28:26.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -