- Auglýsing -
- Auglýsing -

29 íslensk mörk í einum leik – Ómar skoraði 12

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk, þar af 10 úr vítaköstum, þegar Magdeburg vann Gummersbach, 38:30, í Schwalbe-Arena í Gummersbach í kvöld. Magdeburg er þar með stigi á eftir Füchse Berlin sem trónir á toppi þýsku 1. deildarinnar þegar 23 af 34 umferðum er lokið.

Ómar Ingi gaf einnig fjórar stoðsendingar í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Janus Daði Smárason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg í leiknum en liðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14.

Arnór og Elliði voru góðir

Íslendingar voru ekki minna áberandi í liði Gummersbach. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson var allt í öllu. Hann skoraði átta mörk í níu skotum og var einu sinni vikið af leikvelli. Arnór Snær Óskarsson heldur áfram að leika eins og sá sem valdið hefur. Hann skoraði fimm mörk í fimm skotum og átti eina stoðsendingu. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem er í sjöunda sæti með 24 stig.

Naumur sigur hjá Teiti Erni

Flensburg með Teit Örn Einarsson innanborðs heldur þriðja sæti deildarinnar eftir nauman sigur á Wetzlar, 31:30, á útivelli í dag. Flensburg er með 35 stig að loknum 23 leikjum og er stigi á eftir THW Kiel sem lagði botnlið Balingen-Weilstetten, 36:29, á heimavelli í dag. Oddur Gretarsson mætti til leiks á ný með Balingen eftir meiðsli. Oddur skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti. Daníel Þór Ingason skoraði ekki að þessu sinni.

Teitur Örn skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg, þar af 31. og síðasta markið. Einnig gaf Teitur Örn þrjár stoðsendingar fyrir utan að láta til sín taka í vörninni.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -