- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding sótti stig á Nesið og ÍR í Safamýri

Aftureldingarliðið, undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar, vann Gróttu í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding hleypti spennu í toppbaráttu Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld með því að vinna Gróttu, 26:22, í fimmtu umferð deildarinnar í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Með sigrinum sendu leikmenn Aftureldingar skýr skilaboð um að þeir ætla sér að vera með í kapphlaupinu um efsta sæti deildarinnar.

Þetta var fyrsta tap Gróttuliðsins sem vann fjóra fyrstu leiki sína og var annað af tveimur taplausum liðum deildarinnar áður en flautað var til leiks í kvöld.


Afturelding var með yfirhöndina nánast frá upphafi til enda í Hertzhöllinni í kvöld. M.a. var fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 15:10.

ÍR sneri við blaðinu

ÍR-ingar ætla sér líka að vera með í kapphlaupinu um efsta sæti deildarinnar. Það er ljóst eftir öruggan sigur liðsins á Víkingi í Safamýri í kvöld, 28:21. Víkingar voru marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. ÍR-liðið tók öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og vann með sjö marka mun eins og áður segir.


Grótta – Afturelding 22:26 (10:15).
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 6, Ída Margrét Stefánsdóttir 5, Valgerður Helga Ísaksdóttir 3, Helga Guðrún Sigurðardóttir 2, Katrín S Thorsteinsson 2, Margrét Björg Castillo 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2.
Varin skot: Tinna Húnbjörg 13, Signý Pála Pálsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 12, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 3, Susan Ines Gamboa 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 2.
Varin skot: Engin varin skot skráð á HBstatz.


Víkingur – ÍR 21:28 (13:12).
Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 5, Hafdís Shizuka Iura 4, Auður Brynja Sölvadóttir 2, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 2, Díana Ágústsdóttir 2, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 12.
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 7, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 5, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 3, Theodóra Brynja Sveinsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Guðrún Maryam Rayadh 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Vaka Líf Kristinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 13.


Staðan í Grill 66-deild kvenna:

Grótta5401151 – 1218
ÍR4310114 – 787
FH4301104 – 976
Afturelding4211102 – 965
Fram U4202110 – 1094
Víkingur5203135 – 1354
Fjölnir/Fylkir310264 – 822
Valur U300368 – 840
HK U4004102 – 1480
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -