- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mjög ánægður með leikinn

Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar fylgist með sínum mönnum. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

„Ég er ánægður með leikinn, ekki síst í fyrri hálfleik. Leikur oft agaður og það tókst að tengja saman tvær taktíkar. Um leið fengum við skotfærin og tókum þau. Tandri Már sýndi að hann er mjög öflug skytta. Um leið og hann áttar sig á að skyttur verða að skjóta á markið þá er hann hrikalega góður eins og í kvöld. Ég vona bara að hann haldi áfram að vera grimmur og ákveðinn. Við þurfum á því að halda,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar hress í samtali við handbolta.is í gær eftir sigur á Fram, 32:29, í Úlfarsárdal í leik liðanna í Olísdeild karla.


„Það kom stuttur kafli í síðari hálfleik þegar menn fóru að reyna eitthvað sem ekki gekk upp, svo sem að leita að línunni. Á þeim tíma misstum við niður sex marka forskot. Okkur tókst hinsvegar að snúa við blaðinu og koma til baka undir lokin og vinna góðan sigur,“ sagði Patrekur.

Skoruðum 32 mörk

„Fram er með fína breidd í hópnum og með tvo erlenda leikmenn. Vissulega vantaði Þorstein Gauta í kvöld. Fram er bara með gott lið. Ég er því ánægður með sigurinn og okkar leik, ekki síst sóknarleikinn enda skoruðum við 32 mörk,“ sagði Patrekur sem vonast til að lið sitt haldi áfram að vaxa eins og það hefur gert í síðustu leikjum að hans mati.

Komnir í 5. sæti

Eftir sigurinn í gær er Stjarnan komin í fimmta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 11 leiki og er aðeins stigi á eftir Aftureldingu, FH og ÍBV sem eru í næstu sætum fyrir ofan.

Leiðin hefur legið upp á við

„Upp á síðkastið hefur leiðin legið upp á við hjá okkur. Maður er alltaf krítískur á sjálfan sig og liðið. Leikirnir hafa vissulega verið misjafnir hjá okkur. Fyrsti leikur mótsins gegn FH var eins og flugeldasýning. Menn virtust vera komnir í úrslitakeppnisham í september. Það kannski plataði okkur aðeins.


Síðan hafa komið góðir kaflar með fínum leikjum á milli þess sem við höfum ekki verið eins öflugir, til dæmis á móti ÍR, síðari hálfleikurinn gegn KA fyrir norðan var hrikalega lélegur. Á móti Val vorum við flottir í fyrri hálfleik, skoruðum nítján mörk en misstum dampinn í þeim síðari gegn afar sterku liði Vals.

Veganesti fyrir næst leik

Í kvöld urðum við fyrir mótlæti í síðari hálfleik en stóðumst álagið og komum sterkir inn á lokakaflann. Ég vona að við tökum það veganesti með okkur inn í næsta leik,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is í Úlfarsárdal í gærkvöld.


Staðan í Olísdeild karla:

Valur111001377 – 30920
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
ÍBV11623368 – 33414
Stjarnan11533327 – 31413
Fram12534357 – 35413
Selfoss11515321 – 32911
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
Haukar10316290 – 2847
ÍR10217281 – 3425
Hörður110110317 – 3861

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -