- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir í bann – aðrir sleppa

Árni Snær Magnússon dómari veifar rauðu spjaldi í leik hjá KA. Það getur dregið dilk á eftir sér að gerast brotlegur í kappleik. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

Tveir leikmenn úr Olísdeild karla verða að bíta í það súra epli að taka út leikbann í næstu umferð deildarinnar eftir að aganefnd HSÍ felldi úrskurð sinn á fundi í fyrradag. Úrskurðurinn var birtur í gærkvöld.

Annarsvegar er um að ræða KA-manninn Patrek Stefánsson sem hlaut útilokun með skýrslu í viðureign KA og Hauka í KA-heimilinu fyrir viku. Hinsvegar er það Ágúst Emil Grétarsson hjá Gróttu, sem verður að gera sér að góðu að fylgjast með næsta leik Gróttu úr áhorfendastúkunni. Hann fékk útilokun í viðureign Hauka og Gróttu á mánudagskvöld í Schenkerhöllinni.

Aðrir sluppu með áminningu ef svo má segja.

Úrskurður aganefndar er hér fyrir neðan:

  • Patrekur Stefánsson leikmaður KA hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik KA og Hauka í Olís deild karla þann 25.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c).  Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Linda Cardell leikmaður ÍBV hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og ÍBV í Olís deild kvenna þann 27.2.202 Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 a). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Ágúst Emil Grétarsson leikmaður Gróttu hlaut útilokun með skýrslu vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Hauka – Grótta í Olís deild karla þann 1.3.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:10 c).  Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að leikmaðurinn er úrskurðaður í eins leiks bann. Aganefnd vekur jafnframt athygli á stighækkandi áhrifum leikbanna, skv. 1. mgr. 11. gr. sömu reglugerðar.
  • Guðmundur Bragi Ástþórsson leikmaður Aftureldingu hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Vals og Aftureldingu í Olís deild karla þann 22.2.2021. Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:9 d). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
  • Dagur Steinn Jónsson leikmaður Fjölnis Fylkis 2 hlaut útilokun með skýrslu vegna grófs leikbrots í leik Fjölnis Fylkis 2 og Stjörnunnar 2 í 3.fl karla þann 27.2.2021 Dómarar meta að brotið falli undir reglu 8:5 c). Með tilvísun í 10. grein reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að ekki skuli aðhafst frekar vegna málsins en vakin er þó athygli á stighækkandi áhrifum útlokana vegna slíkra brota, skv. 2. mgr. 11. sömu reglugerðar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -