- Auglýsing -
- Auglýsing -

Danir mæta Norðmönnum í undanúrslitum HM

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danir tryggðu sér fjórða og síðasta sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í kvöld með því að leggja Svartfellinga, 26:24, í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning á Jótlandi. Danir mæta heims- og Evrópumeisturum Noregs í undanúrslitum á föstudaginn klukkan 19.30.

Danir voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi. Forskot þeirra var þrjú mörk eftir fyrri hálfleik, 13:10.


Mörk Danmerkur: Emma Cecilie Uhrskov Friis 5, Anne Mette Hansen 5, Kristina Jorgensen 3, Louise Katharina Burgaard 2, Andrea Ulrikka Aagot Hansen 2, Kathrine Brothmann Heindahl 2, Sarah Aaberg Iversen 2, Trine Ostergaard Jensen 2, Helena Elver Hageso 1, Mie Enggrob Hojlund 1, Simone Cathrine Petersen 1.
Mörk Svartfjallalands: Dijana Mugosa 6, Nina Bulatovic 4, Itana Grbic 4, Tatjana Brnovic 3, Jelena Despotovic 3, Ivana Godec 1, Tanja Ivanovic 1, Ivona Pavicevic 1, Matea Pletikosic 1.

Svartfellingar leika við Hollendinga í krossspili um sæti fimm til átta fyrri hluta föstudagsins í Herning. Sigurliðið leikur um fimmta sætið á sunnudaginn við Þýskaland eða Tékkland.

Frakkar og Svíar mætast í hinni viðureign undanúrslitanna á föstudaginn. Þrjár Norðurlandaþjóðir eru í undanúrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -