- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram heldur Guðmundur Þórður að gera það gott

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans höfðu naumlega betur í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag þegar lið hans Fredericia HK vann Ribe-Esbjerg, 30:29, í Blue Water Dokken í Esbjerg í síðasta leik liðanna á árinu.


Slakur fyrri hálfleikur var Ribe-Esbjerg að falli en liðið var sex mörkum undir að honum loknum, 19:13. Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson léku afar vel fyrir Ribe-Esbjerg liðið.

Elvar Ásgeirsson leikmaður Ribe-Esbjerg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Elvar skoraði sjö mörk í níu skotum og átti þrjár stoðsendingar. Ágúst Elí var frábær í markinu, varði 16 skot, 37,2%, auk þess að skora í öðru af tveimur markskotum sínum.

Einar Þorsteinn Ólafsson lék með Fredericia HK og var vafalaust ágætur að vanda.

Fredericia HK í öðru sæti

Fredericia HK er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 28 stig eftir 18 leiki. Ribe-Esbjerg er í sjötta sæti með 20 stig.

Mikilvægt stig

Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Nordsjælland og liðsmenn hans kræktu í mikilvægt stig í botnbaráttunni þegar þeir sóttu heim liðsmenn Mors-Thy í dag, 30:30. Nordsjælland lyfti sér úr 13. og næst síðasta sæti upp í það 12 með stiginu góða gegn Mors-Thy sem situr í fjórða til fimmta sæti og var fyrirfram talið sigurstranglegra.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni er hægt að nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -