- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svartfellingar voru öflugri í fyrsta leik dagsins á HM

Svartfellingurinn Jelena Despotovic að skora sitt eina mark í leiknum við Tékka um 7. sætið á HM í morgun. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Svartfellingar lögðu Tékka, 28:24, í morgun í fyrsta úrslitaleiknum af fjórum sem eru á dagskrá á síðasta leikdegi heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning á Jótlandi. Leikurinn um 7. sætið hafði þann eina tilgang að ákveða í hvaða riðla Svartfellingar og Tékkar raðast í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl á næsta ári.


Svartfellingar hreppa þar með 7. sætið á HM og Tékkar það áttunda sem er besti árangur Tékklands á HM kvenna frá 2017.


Svartfellingar voru betri í leiknum sem hófst þegar stundarfjórðungur var gengin í tíu að íslenskum tíma. Þeir tóku völdin í upphafi og náðu snemma fimm marka forskoti, 7:2. Tékkar jöfnuðu metin í kjölfar leikhlés, 7:7. Sá sprettur dugði skammt því leikmenn svartfellska landsliðsins sem Bojana Popovic stýrir af festu tók forystuna á ný og voru fjórum mörkum yfir, 14:10, í hálfleik.

Svartfellingar héldu fengnum hlut í síðari hálfleik.

Mörk Svartfjallalands: Itana Grbic 7, Nina Bulatovic 5, Tatjana Brnovic 4, Anastasija Marsenić 3, Dijana Mugosa 2, Tanja Ivanovic 2, Ivana Godec 2, Jelena Despotovic 1, Bobana Klikovac 1, Durdina Malovic 1.
Varin skot: Marina Rajcic 12, 39% – Anastasija Babovic 1, 20%.
Mörk Tékklands: Marketa Šustáčková 5, Adéla Strišková 5, Marketa Jerabkova 5, Julie Franková 3, Veronika Malá 3, Dominika Zachova 1, Petra Kudláčková 1, Eliška Desortová 1.
Varin skot: Perta Kudlacková 16, 36%.

Holland og Þýskaland mætast í leiknum um 5. sætið klukkan 12.

HM kvenna ´23 – úrslitaleikir, hvaða lið mætast og hvenær?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -