- Auglýsing -
- Auglýsing -

Norðurlandaliðin áttu ekki vandræðum – Nielsen afgreiddi Tékka

Danir fagna eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Grannþjóðirnar Danmörk, Noregur og Svíþjóð unnu allar mjög örugglega leiki sína í fyrstu umferð Evrópumóts karla í handknattleik í kvöld. Danir lögðu Tékka í München í F-riðli, 23:14, eftir að hafa verið í basli framan af. Staðan var jöfn í hálfleik, 9:9. Alls voru um 11.500 áhorfendur á leiknum.

Danska liðið setti Tékkum stólinn fyrir dyrnar í síðari hálfleik og það var bara svo að segja eitt lið á vellinum. Varnarleikur Dana var góður en sóknarleikurinn var að sama skapi ekki sannfærandi.

Ekki hafa verið skoruð færri mörk í leik danska landsliðsins eftir að Nikolaj Jacobsen tók við þjálfarastarfinu af Guðmundi Þórði Guðmundssyni 2017. Markvörðurinn Emil Nielsen fór á kostum í danska markinu í síðari hálfleik var með 72% hlutfallsmarkvörslu.

Emil Nielsen að verja eitt skotum sínum í danska markinu í kvöld. Mynd/EPA

Mörk Danmerkur: Mikkel Hansen 5, Simon Pytlick 4, Magnus Landin 4, Rasmus Lauge 2, Lukas Jørgensen 2, Niclas Kirkeløkke 1, Emil Jakobsen 1, Magnus Saugstrup 1, Mathias Gidsel 1, Michael Damgaard 1.
Mörk Tékklands: Vojtech Patzel 4, Stanislav Kasparek 3, Tomas Piroch 2, Tomas Babak 2, Jonas Patzel 1, Vit Reichl 1, Matej Klima 1.

Svíinn Jim Gottfridsson sækir á vörn Bonsníu. Mynd/EPA

Sigur hjá meisturunum

Evrópumeistarar Svía voru ekki í vandræðum með Bosníumenn sem eru mikið breytt lið frá síðasta móti og virðast eiga nokkuð í land. Sænska liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 14:7. Lauk leiknum 29:20 fyrir Svíana. Leikmenn sænska landsliðsins voru ekki ánægðir með eigin frammistöðu þrátt fyrir sigurinn.

Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 9, Lukas Sandell 5, Jim Gottfridsson 4, Oscar Bergendahl 3, Jonathan Carlsbogard 2, Sebastian Karlsson 2, Albin Lagergren 2, Daniel Pettersson 1, Felix Claar 1.
Mörk Bosníu: Adin Faljic 4, Mirko Herceg 3, Marko Panic 3, Dino Hamidovic 2, Marko Davidovic 2, Vladan Djurdjevic 2, Senjamin Buric 1, Adi Mehmedcehajic 1, Benjamin Buric 1, Nedim Hadzic 1.

Slakir Pólverjar

Norðmenn virtust ekki eiga í nokkrum vandræðum með Pólverja. Lokatölur 32:21, í Berlín. Pólverjar voru langt í frá að vera sannfærandi í leiknum og sé eitthvað að marka leikinn í kvöld líta þeir ekki út fyrir hafa getu til að leggja stein í götu Slóvena á laugardaginn.

Leikmenn norska landsliðsins að loknum sigurleiknum á Pólverjum. Mynd/EPA

Mörk Noregs: Sander Sagosen 6, Magnus Rød 5, Sebastian Barthold 4, Kristian Bjørnsen 4, Gøran Johannessen 4, Magnus Gullerud 3, Petter Øverby 2, Henrik Jakobsen 1, Tobias Grøndahl 1, Harald Reinkind 1, Simen Lyse 1.
Mörk Póllands: Szymon Sicko 5, Ariel Pietrasik 3, Pawel Paterek 2, Kamil Syprzak 2, Maciej Gebala 2, Mikolaj Czaplinski 2, Damian Przytula 1, Michal Olejniczak 1, Jakub Powarzynski 1, Jakub Szyszko 1, Przemyslaw Urbaniak 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -