- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á brattann að sækja hjá nýliðum Harðar

Með nýjum bolta vill IHF útrýma notkun harpix í handbolta. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Ef marka má umræðu í hlaðvarpsþættinum Handkastið og vísir.is vitnar til þá virðist ekki vera ástæða til bjartsýni í herbúðum nýliða Harðar frá Ísafirði fyrir fyrsta leik liðsins sem verður við Val í 2. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Origohöllinni á föstudagskvöld. Fámennt hafi verið á mörgum æfingum vegna meiðsla leikmanna eða sökum þess að þeir hafi þurft að sinna störfum sínum utan handknattleiksvallarins.


Örvhenta stórskyttan Guntis Pilpuks er sagður vera handarbrotinn. Endijs Kusners, sem æfði með Füchse Berlin í sumar, er eða hefur verið meiddur. Ekki kemur fram hvað hefur verið að hrjá Lettann.


Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur Japaninn Suguru Hikawa ekki fengið endurnýjað dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi þegar þátturinn var tekinn upp. Hörður tilkynnti á Facebook-síðu sinni 15. júlí að Hikawa hafi skrifað undir nýjan samning við félagið. Hikawa var markahæsti leikmaður Harðar í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð.


Einnig mun vera sagt frá því í hlaðvarpsþættinum að einhverjir úr leikmannahópi Harðar stundi sjómennsku og hafi þurft að sinna henni síðustu vikur með þeim afleiðingum að æfingasókn hafi ekki verið sem skildi.

Ekki sá eini sem bíður

Hikawa er ekki eini japanski handknattleiksmaðurinn hér á landi sem bíður eftir endurnýjun á atvinnuleyfi. Sakai Motoki var ekki leikmannahópi Val í fyrstu umferð Olísdeildar vegna þess að atvinnuleyfisumsókn var ósamþykkt. Eftir því sem handbolti.is veit best var sömu sögu að segja Akimasa Abe hjá Gróttu. Hans umsókn var ósamþykkt í síðustu viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -