- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á ekki að gerast hjá okkur

Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal á HM í Egyptalandi í janúar. Mynd /EPA
- Auglýsing -

„Við gerðum alltof mikið af mistök, alls fimmtán tæknifeila. Það fór með leikinn af okkar hálfu,” sagði Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður vonsvikinn í samtali við handbolta.is í Kaíró eftir tveggja marka tap íslenska landsliðsins fyrir Portúgal í fyrsta leik riðlakeppni HM í handknattleik.


„Gegn jafn sterku liði og Portúgal þá má mega mistökin ekki vera svona mörg. Engu að síður þá voru við í möguleika lengst af og töpum með tveimur mörkum,” sagði Elvar Örn ennfremur. Hann sagðist ekki hafa nokkra skýringu á öllum þessu einföldu mistökum sem leikmenn gerðu sig seka um. „Kannski stress, ég bara hreinlega veit ekki hver ástæðan getur verið.


Mér fannst við vera tilbúnir í leikinn og upphafskaflinn var allt í lagi. Þegar á leið þá datt flotið í leiknum niður. Við förum að stinga boltanum niður í meira mæli. Það var eins og við ætluðum að gera þetta sjálfir í stað þess að leika saman sem lið. Síðan tók tæknifeilunum að rigna niður sem gerði illt verra. Þar með hleyptum við Portúgölum inn í leikinn og þeir ná yfirhöndinni,” sagði Elvar sem fannst varnarleikurinn hefði getað verið betri þrátt fyrir að portúgalska liðið hafi aðeins skorað 25 mörk, þar af mörg eftir hraðaupphlaup.


„Svona leikur á bara ekki að eiga sér stað hjá okkur. Alltof mörg mistök. Við eigum að vera sjóaðri en þetta, það er ljóst,” sagði Elvar Örn Jónsson við handbolta.is í New Capital Sport íþróttahöllinni í Kaíró eftir tapleikinn í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -