- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á réttri leið fyrir stórleikina í næsta mánuði

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fram að þessum tíu til fimmtán mínútna kafla var leikur okkar góður og greinilegar áframhaldandi framfarir hjá liðinu. Við munum skoða gaumgæfilega hvað fór úr skorðum hjá okkur á lokakaflanum,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik við handbolta.is í gær eftir þriggja marka tap kvennalandsliðsins fyrir sterku B-landsliði Noregs, 29:26.

Síðasta stundarfjórðung leiksins skoraði íslenska liðið aðeins fjögur mörk gegn 15 norskum.


„Á lokakaflanum köstuðum við boltanum oft á mjög einfaldan hátt frá okkur, nýttum einnig illa þau marktækifæri sem gáfust. Vegna þessa fékk norska liðið auðveld mörk auk þess sem við náðum á stundum ekki að leysa varnarleik Norðmanna. Ég mun fara yfir þetta eins og annað,“ sagði Arnar yfirvegaður að vanda en ljóst er að hann hefur um eitt og annað að hugsa þangað til landsliðið kemur saman aftur snemma í næsta mánuði þegar leikir við Ungverja í undankeppni HM standa fyrir dyrum.

Íslenska landsliðið leikur tvisvar við landslið Ungverjalands í umspili um HM sæti í apríl. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum laugardaginn 8. apríl kl. 17 og sú síðari í Erd í Ungverjalandi miðvikudaginn 12. apríl. Samanlagður sigurvegar leikjanna öðlast keppnisrétt á HM sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í desember.


Arnar sagði að síðasta vika við æfingar og keppni hafi skilað landsliðinu miklum lærdómi og um leið voru stigin framfaraskref.

„Af þeim 120 mínútum sem við lékum gegn Noregi i tveimur leikjum er ég mjög ánægður með rúmlega 100 mínútur. Við sýndum vel fram á það að við ráðum ágætlega við að leika varnarleikinn eins og við viljum leika hann. Varðandi sóknarleikinn þá erum við í stöðugri leit að fleiri lausnum. Þeirri vinnu verður haldið áfram.


Við erum ennþá að stíga skref fram á við þótt 10 mínútur hafi verið mjög erfiðar í dag,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -