- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á sjöunda þúsund áhorfendur á úrslitum Meistaradeildar

Það ætti að verða góð stemning í Papp László Sportaréna í Búdapest um mánaðarmótinu þegar ein fremst handknattleikskona sögunnar, Anita Görbicz leikmaður Györ kveður sviðið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Yfirvöld í Búdapest í Ungverjalandi hafa veitt leyfi til þess að selt verði í helming sæta í Papp László Sportaréna-íþróttahöllinni í Búdapest á leiki úrslitahelgar Meistaradeildar kvenna sem fram fer 29. og 30. maí. Papp László Sportaréna-íþróttahöllin rúmar 12.500 áhorfendur í sæti og þess vegna verða seldir 6.250 miðar á hvorn leikdag. Talið er fullvíst að aðgöngumiðar á leikina renni út eins og heitar lummur.

Þessu leyfi fylgja nokkur skilyrði s.s. um að áhorfendum verði skylt að bera grímur innan íþróttahallarinnar. Aðeins má selja mat og drykk innandyra og neysla þeirra verður takmörkuð við afmörkuð svæði nærri veitingasölu. Veitingar má ekki taka með inn á áhorfendabekkina.


Einnig verður aðgangur áhorfenda bundinn við þá sem hafa verið fullbólusettir eða geta sýnt fram á að hafa fengið kórónuveiruna. Óbólusettir fá ekki aðgang. Sama á við um erlenda áhorfendur sem hyggjast sækja leikina og þá aðeins frá löndum sem ungversk yfirvöld hafa heimilað að sækja landið heim, en það hefur verið lokað almennum ferðamönnum um langt skeið.


Mjög takmarkaður fjöldi miða verður seldur til stuðningsmanna franska liðsins Brest, norska liðsins Vipers og CSKA frá Rússlandi sem langar að koma til Búdapest. Þeir fá hinsvegar ekki aðgang að Ungverjalandi nema að vera fullbólusettir eða geta sýnt fram á vottorð um mótefni. Ríkjandi Evrópumeistarar, ungverska liðið Györ, er það fjórða í keppninni.


Þetta er stórt skref í þá átt að opna fyrir aðgang áhorfenda að kappleikjum á nýjan leik. Takmarkaður fjöldi áhorfenda má nú sækja handboltaleiki í Ungverjalandi. Opnað verður á ný fyrir áhorfendur í Danmörku á föstudaginn. Eitthvað hefur verið um áhorfendur á einstaka leikjum í Frakklandi og á Spáni síðustu vikur, eins og í Færeyjum og á Íslandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -