- Auglýsing -
- Auglýsing -

Abalo meinað að koma til Noregs

Luc Abalo er allt annað en kátur eftir samskipti sín við norska landamæraeftirlitið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Franski handknattleiksmaðurinn Luc Abalo, sem er samningsbundinn norska meistaraliðinu Elverum hefur ítrekað verið meinað að koma til Noregs. Af þessum sökum hefur Abalo búið á hóteli í París á kostnað félagsins vikum saman, eða síðan hann kom heim frá heimsmeistaramótinu í Egyptalandi fyrir um mánuði. Abalo hefur ekkert getað æft með liðinu og alls ekki nálgast eigur sínar fyrir utan þær sem hann er með í bakpoka. Aðrar eigur Abalo eru í íbúð sem norska meistaraliðið leigir fyrir franska landsliðsmanninn í Elverum.


Mjög strangar reglur gilda um komu fólks til Noregs um þessar mundir vegna kórónuveirunnar. Svo strangar að forráðmönnum Elverum þykir of langt gengið.

Út af skattareglum í Noregi þá er Abalo aðeins á tímabundnum samningi við norska meistaraliðið. Hann er þar af leiðandi ekki skráður íbúi í landinu og hefur m.a. ekki sótt um eða fengið kennitölu. Af þessu leiðir að Abalo hefur tvisvar verið vísað frá norsku landamærunum við komu til Gardemoen.


Ekki kemur til greina hjá norska landamæraeftirlitinu að hleypa Abalo inn í landið þótt hann geti sýnt fram á tímabundna búsetu, hann hafi yfir íbúð að ráða og er meira en tilbúinn að sætta sig við að vera í 10 daga sóttkví.


Forráðamenn Elverum standa ráðþrota frammi fyrir þessu vandamáli. Þeir hafa farið bónleið til búðar m.a. hjá norska handknattleikssambandinu, heilbrigðisyfirvöldum og fleiri opinberum aðilum. Meðan býr Abalo á reikning félagsins á hóteli í París. Hann á ekki í önnur hús að venda í heimalandinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -