- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ætlar að láta gott heita í vor

Birkir Fannar Bragason t.v. ásamt Phil Döhler og Pálmari Péturssyni, markvarðaþjálfara FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Handknattleiksmarkvörðurinn Birkir Fannar Bragason og leikmaður FH ætlar að láta gott heita á handboltavellinum við lok þessarar leiktíðar. Það staðfesti hann við handbolta.is í dag.


Birkir Fannar er ljúka sínu fimmta keppnistímabili með FH en hann hefur einnig leikið með Selfossi auk þess sem hann bjó í Noregi í fjögur ár og lék með Randesund, Kristiansund og HHK.


„Ég hef bara orðið minni tíma í þetta en áður. Það er kominn tími til að sinna fjölskyldu og vinnu. Ég er með eigin rekstur og í því er fólgin mikil vinna svo það er kominn tími til að snúa sér að öðru,“ sagði Birkir Fannar en FH-ingar tilkynntu í morgun að þeir hafi samið við markvörð KA, Svavar Ingi Sigmundsson. Hann á að leysa Birki Fannar af.


Birkir Fannar varð deildarmeistari með FH 2017 og lék til úrslita á Íslandsmótinu 2017 og 2018 og hlaut silfurverðlaun. Hann varð bikarmeistari með FH 2019 en þar var fyrsti sigur FH-inga í bikarkeppninni í karlaflokki í handknattleik karla í aldarfjórðung. Birkir Fannar var valinn besti leikmaður bikarhelgarinnar eftir frábæra frammistöðu gegn ÍR í undanúrslitum og á móti Val í úrslitaleiknum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -