- Auglýsing -
- Auglýsing -

Af hverju ættum við ekki að vinna leiki?

Jóhann Reynir Gunnlaugsson leikmaður Gróttu. - Mynd Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Við erum bara á þeim stað með liðið að við vitum ekki ennþá hvernig menn bregðast við í jöfnum leikjum á síðustu fimm mínútunum. Annan leikinn í röð eigum við möguleika á að vinna leik á lokakaflanum. Síðast vorum við ósáttir að tapa í blálokin vegna þess að við töldum okkur eiga skilið að fá stig. Að þessu sinni náðum við að minnsta kosti jafntefli og tökum það með okkur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, eftir 25:25, jafntefli við Stjörnuna í jöfnum leik þar sem hvort lið um sig fékk möguleika á síðustu 10 sekúndum leiksins að hirða stigin tvö.

„Við vorum heppnir að tapa ekki en einnig óheppnir að vinna ekki. Fyrst og fremst er ég stoltur af strákunum yfir þeim stað sem við erum á í dag. Fæstir bjuggust við þessu af okkur sem mér finnst sérstakt því við styrktum hópinn ágætlega fyrir átökin. Kannski er það vegna þess að við erum ekki með reynslumikið lið. Þess vegna þekkjum við ekki alveg hvernig þeir bregðast við á lokakafla leikja eins og ég sagði áðan,“ sagði Arnar Daði sem er sáttur við að vera þó kominn á blað í deildinni, hafa fengið fyrsta stigið.

„Fyrir mér er leikurinn sextíu mínútur af bardaga, alveg burt séð frá hvaða nafn eru á liðinu eða hversu  marga leiki menn hafa leikið. Allt snýst um það sem gerist á leikvellinum hverju sinni. Af hverju ættum við ekki að vinna leiki eins og aðrir?,“ spurði Arnar Daði Arnarsson, hinn ungi þjálfari Gróttu, sem nú stýrir í fyrsta sinn meistaraflokksliði í karlaflokki í efstu deild.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -