- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram halda Haukar að vinna – einnig Fram, Stjarnan og FH

Leikmenn FH stigu sigurdans á fjölum Kaplakrika í kvöld eftir leikinn við ÍBV. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Sigurganga Hauka í Olísdeild karla í handknattleik hélt áfram í kvöld þegar liðið lagði nýliða ÍR í hröðum og skemmtilegum leik í Ásvöllum, 37:30. Hafnarfjarðarliðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni og er það eina af 12 liðum deildarinnar sem ekki hefur tapað leik.

Staðan var jöfn í hálfleik á Ásvöllum, 16:16. Heimaliðið var mikið öflugra í síðari hálfleik og þar fór Össur Haraldsson á kostum og skoraði alls 10 mörk. Haukar koma með byr í seglum í Hafnarfjarðarslaginn á mánudagskvöld í Kaplakrika.

Öruggt hjá FH-ingum

FH-ingar risu upp á afturlappirnar eftir tap fyrir HK í annarri umferð. Þeir unnu leikmenn ÍBV á heimavelli í kvöld, 33:30. Leikmenn FH voru sterkari frá upphafi til enda. Eyjamönnum tókst að minnka muninn í þrjú mörk um miðjan síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki fyrr en undir lokin. Sigur FH-inga hefði þess vegna getað orðið stærri en raun varð á.

Annað tap Vals í röð

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Val á nokkuð sannfærandi hátt í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld, 28:25, eftir að hafa verið sex mörkum yfir, 21:16, þegar fyrri hálfleikur var að baki. Alveg sérstaklega var fyrri hálfleikurinn góður hjá Stjörnunni og segja má að þeir hafi leikið Valsmenn grátt. Þrátt fyrir framfarir í síðari hálfleik þá vantaði leikmönnum Vals nokkuð upp á til að jafna metin. Stjarnan vann mikinn baráttusigur og hefur þar með fjögur stig að loknum þremur leikjum. Varnarleikurinn var góður og Adam Thorstensen vel með á nótunum í markinu.

Magnús með en Róbert fjarverandi

Magnús Óli Magnússon lék með Val í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hann var að snúa til baka út á völlinni eftir aðgerð vegna fingurbrots í sumar. Skarð var fyrir skildi hjá Val að Róbert Aron Hostert kom ekkert við sögu.

Jón Ómar Gíslason að skora eitt 11 marka sinna fyrir Gróttu. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson

Fram sóttu tvö stig á Nesið

Fram gerði það gott í heimsókn til Gróttu í Hertzhöllina og fór með bæði stigin í farteskinu í leikslok heim í Lambhagahöll. Gróttumenn unnu tvo fyrstu leiki sína í deildinni en vantaði nokkuð upp á í kvöld til þess að landa þriðja sigrinum þrátt fyrir góða stuðning að vanda.
Framliðið lék afar vel, ekki síst í sókninni með þjálfarann Einar Jónsson galvaskan á hliðarlínunni. Einar var fjarri góðu gamni í síðasta leik vegna óvissu hvort hann væri í leikbanni eður ei.

Reynir Stefánsson hélt áfram að leika eins og sá sem valdið hefur. Fleiri leikmenn Fram voru öflugir auk þess sem markverðirnir ungu stóðu fyrir sínu.

Gróttu tókst að minnka muninn í eitt mark um miðjan síðari hálfleik. Nær komust þeir ekki.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Úrslit kvöldsins, markaskor

Haukar – ÍR 37:30 (16:16).
Mörk Hauka: Össur Haraldsson 10, Skarphéðinn Ívar Einarsson 8, Þráinn Orri Jónsson 5, Geir Guðmundsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Andri Fannar Elísson 1/1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 10/1, 34,5% – Vilius Rasimas 3, 21,4%.
Mörk ÍR: Róbert Snær Örvarsson 9, Baldur Fritz Bjarnason 6/3, Bernard Kristján Darkoh 4, Jökull Blöndal Björnsson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Eyþór Ari Waage 1, Andri Freyr Ármannsson 1, Bergþór Róbertsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Viktor Freyr Viðarsson 1, Patrekur Smári Arnarsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 5/1, 23,8% – Ólafur Rafn Gíslason 5, 19,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

FH – ÍBV 33:30 (19:15).
Mörk FH: Garðar Ingi Sindrason 6, Jóhannes Berg Andrason 5, Aron Pálmarsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Símon Michael Guðjónsson 4/2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Ágúst Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 12, 30% – Birkir Fannar Bragason 0.
Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 10/4, Daniel Esteves Vieira 5, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Gauti Gunnarsson 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Marino Gabrieri 1, Andri Erlingsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 12/1, 46,2% – Pavel Miskevich 6, 26,1%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – Valur 28:25 (21:15).
Mörk Stjörnunnar: Jóhannes Björgvin 6, Starri Friðriksson 6, Jóel Bernburg 6, Benedikt Marinó Herdísarson 5, Adam Thorstensen 1, Sveinn Andri Sveinsson 1, Tandri Már Konráðsson 1, Pétur Árni Hauksson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 14.
Mörk Vals: Viktor Sigurðsson 6, Ísak Gústafsson 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4, Alexander Peterson 2, Andri Finnsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Miodrag Corsovic 1, Magnús Óli Magnússon 1, Allan Norðberg 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11/1.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Grótta – Fram 31:35 (15:16)
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 11/4, Sæþór Atlason 6, Ari Pétur Eiríksson 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 19, 35,2%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 9, Ívar Logi Styrmisson 5, Rúnar Kárason 5, Arnar Snær Magnússon 5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Erlendur Guðmundsson 3, Arnþór Sævarsson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Bjartur Már Guðmundsson 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 12, 33,3% – Breki Hrafn Árnason 4, 36,4%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -