- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aftur vann HK liðsmenn KA/Þórs – Fram fór með tvö stig heim

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

HK vann KA/Þór í annað sinn á keppnistímabilinu í Olísdeild kvenna í handknattleik í Kórnum í dag. Að þessu sinni með eins marks mun, 25:24, eftir að hafa verið þremur mörkum undir eftir fyrri hálfleik, 14:11. Sigrarnir á KA/Þór eru þeir einu hjá HK-liðinu í Olísdeildinni til þessa á tímabilinu og virðist ljóst að Kópavogsliðið hefur náð góðu taki á Akureyarliðinu.


Þrátt fyrir sigurinn í dag er HK í neðsta sæti deildarinnar og er fallið úr Olísdeildinni. KA/Þór er í fimmta sæti með 12 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir. HK á eftir að leika tvisvar sinnum.
Fram vann Selfoss í heimsókn í Sethöllina á Selfossi, 28:24, og bíður átekta eftir úrslitakeppninni í fjórða sæti. Framarar voru með tögl og hagldir í leiknum á Selfossi frá upphafi til enda.

Forskot liðsins var einnig fjögur mörk eftir fyrri hálfleik, 17:13.


HK var undir gegn KA/Þór allt þangað til að kom fram undir miðjan síðari hálfleik þegar liðið komst yfir og gaf ekki forystuna eftir þótt KA/Þórsarar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin undir lokin. Embla Steindórsdóttir kom HK tveimur mörkum yfir þegar nærri þrjár mínútur voru til leiksloka, 25:23.


Staðan í Olísdeild kvenna.

HK – KA/Þór 25:24 (11:14)
Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 8/2, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Alfa Brá Hagalín 4, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 1, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 8/1, 25%.
Mörk KA/Þórs: Ida Margrethe Hoberg 7, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Nathalia Soares Baliana 3, Anna Mary Jónsdóttir 1, Anna Þyrí Halldórsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11/2, 35,5%.

Selfoss – Fram 24:28 (13:17).
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 7/4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 4, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 14, 34,1%.
Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 8/3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14, 37,8%.

Staðan í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -