- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding batt enda á sigurgöngu KA-manna

Brynjar Vignir Sigurjónsson markvörður Aftureldingar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eftir þrjá sigurleiki í röð steinlágu KA-menn í kvöld þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur í vörn sem sókn og unnu með 10 marka mun, 34:24, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:16.

Brynjar Vignir Sigurjónsson lék afar vel í marki Aftureldingar auk þess sem varnarleikurinn var góður. Áttu leikmenn KA fá svör, ekki síst í síðari hálfleik þegar þeir skoruðu aðeins átta mörk. Margir leikmenn Aftureldingar léku afar vel, ekki síst Birgir Steinn Jónsson og Birkir Benediktsson sem sýndu gamla og góða takta. Ihor Kopyshynskyi var öruggur í vinsta horninu eins í hraðaupphlaupum.

Þorsteinn Leó Gunnarsson var fjarverandi í liði Aftureldingar annan leikinn í röð. Yngri bróðir hans, Ævar Smári, stimplaði sig inn með einu marki. Ekki er hægt að útloka að meira sjáist til Ævars Smára á næstu árum.

Afturelding hefur fyrir nokkru tryggt sér þriðja sæti Olísdeildar og innsiglaði það ennfrekar með sigrinum. Ekki er útlokað að KA-liðið verði fallið niður í áttunda sæti þegar búið verður að gera upp úrslit allra leikja kvöldsins í Olísdeildinni.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 8, Ihor Kopyshynskyi 7, Birkir Benediktsson 6, Bergvin Þór Gíslason 4, Jakob Aronsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1, Harri Halldórsson 1, Leó Snær Pétursson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 15.
Mörk KA: Einar Birgir Stefánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Ólafur Gústafsson 2, Ott Varik 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Logi Gautason 1, Jens Bragi Bergþórsson 1, Dagur Árni Heimisson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 13, Bruno Bernat 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -