- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding festir þrjá til 2023

Bergvin Þór Gíslason í leik með Aftureldingu gegn Gróttu á dögunum. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Þrír leikmenn karlaliðs Aftureldingar í handknattleik hafa skrifað undir nýja samning við félagið og gilda þeir út leiktíðina 2023. Hér er um að ræða Svein Andra Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og stórskyttuna efnilegu, Þorstein Leó Gunnarsson, sem vakið hefur mikla athygli á leiktíðinni.


Sveinn Andri og Bergvin Þór komu til Aftureldingar fyrir yfirstandandi leiktíð. Sá fyrrnefndi lék með Aftureldingarliðinu í upphafsleikjunum í haust en gekkst síðan undir aðgerð vegna krossbandaslits síðla á síðasta ári.

Aftureldingarmenn binda mikla vonir við Svein Andra sem kom frá ÍR og að hann jafni sig og mæti sem nýsleginn túskildingur til leiks á næstu leiktíð.
Bergvin Þór kom einnig frá ÍR á liðnu sumri en er frá Akureyri og lék um árabil með Akureyri handboltafélagi. Bergvin Þór glímdi við baksmeiðsli um skeið í vetur en hefur komið sterkari inn með hverjum leiknum sem liðið hefur síðustu vikur. Bergvin Þór verður klár í slaginn með Aftureldingu þegar blásið verður til leiks á ný í Olísdeildinni.

Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu, kemur skoti að marki Gróttu en þeir Birgir Steinn Jónsson og Ólafur Brim Stefánsson verjast fimlega. Mynd/Raggi Óla


Eins og fyrr segir hefur Þorsteinn Leó vakið verðskuldaða athygli á leiktíðinni. Hann er 18 ára og mátt taka við stóru hlutverki innan liðsins strax á sínu fyrsta ári í meistaraflokki vegna meiðsla nokkurra leikmanna. Þorsteinn Leó, sem er alinn upp hjá Aftureldingu, hefur skoraði 52 mörk í 14 leikjum í Olísdeildinni, og auk þess að láta til sín taka í vörninni. Hann á sæti í U18 ára landsliðinu sem tekur þátt í lokakeppni EM í Króatíu í ágúst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -