- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding fór upp að hlið Hauka

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur hjá Aftureldingu í kvöld , skoraði 12 mörk. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Afturelding gerði sér lítið fyrir og lagði Hauka á Ásvöllum í kvöld í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik, 27:26. Mosfellingar voru einnig marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:12. Þetta er annar sigur Aftureldingar í röð í Olísdeildinni og er liðið nú komið upp að hlið Hauka í fjórða til fimmta sæti. Hvort lið hefur fimm stig eftir fimm viðureignir.


Haukar voru síst lakari framan af viðureigninni í kvöld. Þeir voru þremur mörkum yfir, 7:4, áður en Mosfellingar tóku að rumska. Í stöðunni 10:9 skoraði Afturelding fjögur mörk í röð meðan Haukum var fyrirmunað að skora.


Fram eftir öllum síðari hálfleik var jafnræði með liðunum. Afturelding var sterkari á endasprettinum og vann e.t.v. sanngjarnan sigur þótt ekki hafi mátt miklu muna að Haukar hrepptu sókn til þess að jafna metin.


Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 11/3, Geir Guðmundsson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Andri Már Rúnarsson 3, Heimir Óli Heimisson 3, Adam Haukur Baumruk 2
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 5, 18,5% – Matas Pranckevicius 2, 28,6%.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8/4, Bergvin Þór Gíslason 4, Ihor Kopyshynskyi 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Birkir Benediktsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 1, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8/1, 24,2% – Davíð Hlíðdal Svansson 0.


Hlé verður nú gert á keppni í Olísdeild karla til 18. október þegar þess verður freistað að koma viðureign Harðar og Selfoss á koppinn. Henni var frestað í dag vegna ófærðar.


Næsti leikur Hauka verður fimmtudaginn 20. október við FH. Tveimur dögum síðar tekur Afturelding á móti ÍBV á Varmá.


Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -