- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding semur við svartfellskan markvörð

Mynd/Raggi Óla

Afturelding mun hafa samið við Mina Mandic, svartfellskan markvörð, sem leikið hefur með Selfossi í Grill66-deild kvenna í handknattleik. 4players Sport Agency sagði frá þessu í tilkynningu fyrir helgina en Mandic er undir verndarvæng þess fyrirtækis.


Í tilkynningunni segir að Mandic hafi samið við Aftureldingu til tveggja ára. Hún er væntanleg til Mosfellsbæjar í sumar.


Mandic gekk til liðs við Selfoss í byrjun september og lék 19 af 20 leikjum liðsins i Grill66-deildinni. Eins og kom m.a. fram í gær þá vann Selfoss deildina og tekur sæti Aftureldingar í Olísdeildinni þegar keppni hefst á nýja leik í september.


Þegar Manidc kom á Selfoss var m.a. upplýst að hún hafi leikið með HC Levalea 2010 í Svartfjallalandi og átt sæti í U17 og U19 ára landsliðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -