- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding vann og enn lengist meiðslalisti Selfoss

Aftureldingarliðið, undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar, vann Gróttu í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding, undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar, heldur áfram sigurgöngu sinn í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. Í dag vann Afturelding lið Selfoss með sjö marka mun í Hleðsluhöllinni á Selfossi og er þar með í þriðja sæti deildarinnar með átta stig að loknum sex leikjum.


Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en Aftureldingarliðið fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forskot, 13:11. Gestirnir úr Mosfellsbæ voru síðan mikið sterkari í síðari hálfleik og sigur þeirra var aldrei í hættu þegar á leikinn leið.
Ekki auðveldaði það Selfoss-liðinu róðurinn í dag að Lara Zidek meiddist alvarlega á hné og verður væntanlega frá um tíma, að sögn Arnar Þrastarson, þjálfara Selfoss. Þessi meiðsli bætast ofan á annað á löngum meiðslalista Selfoss-liðsins. Þar má m.a. nefnda að Tinna Sigurrós Traustadóttir hefur ekki verið með í tveimur síðustu leikjum eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið í leik við Víking fyrir hálfum mánuði. Hún fékk heilahristing. Þá sleit markvörðurinn Henriette Ostergaard hásin í síðasta mánuði eins og handbolti.is greindi frá.

Þetta var fjórði sigur Aftureldingar í deildinni og virðist liðið vera að ná sér á gott skrið. Selfoss-liðið situr á botninum með einn sigur og fimm töp.

Mörk Selfoss: Rakel Guðjónsdóttir 5, Agnes Sigurðardóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Elín Krista Sigurðardóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Ivana Raickovic 2, Lara Zidek 1, Inga Sól Björnsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Kartrín Helga Davíðsdóttir 6, Anamaria Gugic 6, Birna Lára Guðmundsdóttir 4, Telma Rut Frímannsdóttir 4, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 1, Sisan Ines Gamboa 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -