- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding vann uppgjörið á toppnum

Leikmenn Aftureldingar fagna sigri að Varmá í kvöld meðan leikmenn Gróttu ganga vonsviknir af leikvelli. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann í kvöld uppgjörið við Gróttu í Grill 66-deild kvenna en liðin standa best að vígi um þessar mundir af þeim sem eiga möguleika á að komast upp úr deildinni og vinna sér sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Afturelding vann með eins marks mun, 21:20, og hefur þar með 14 stig að loknum níu leikjum, er tveimur stigum á undan Gróttu og hefur auk þess leikið einum leik færra.

Miklar sveiflur voru í leiknum að Varmá. Aftureldingarliðið réði lögum og lofum í fyrri hálfleik og hafði átta marka forskot að honum loknum, 15:7. Allt fór í skrúfuna hjá Mosfellingum í síðari hálfleik. Leikmenn Gróttu sóttu hressilega í sig veðrið á sama tíma, ekki síst var vörn liðsins afar góð. Þrátt fyrir allt þá tókst Aftureldingu að verja stigin tvö en litlu mátti muna að liðin skildu með skiptan hlut.

Mörk Aftureldingar: Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 6, Katrín Helga Davíðsdóttir 4, Birna Lára Guðmundsdóttir 3, Drífa Garðarsdóttir 3, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Anamaria Gugic 1, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1, Telma Rut Frímannsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4, Steinunn Guðjónsdóttir 4, Ágúst Huld Gunnarsdóttir 3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1.

Greinin hefur verið uppfærð.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -