- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding var ekki langt frá stigi á Ásvöllum

Sara Katrín Gunnarsdóttir t.h. skoraði mikilvæg mörk fyrir Hauka í síðari hálfleik gegn Aftureldingu í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Afturelding var ekki fjarri því að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til Hauka á Ásvelli í síðasta leik 17. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik. Haukar unnu með eins marks mun, 29:28, eftir að Afturelding skoraði þrjú síðustu mörkin. Mosfellingar voru með boltann nær alla síðustu mínútu leiksins en tókst ekki að skora fyrr en tvær sekúndur voru eftir.

Haukar voru sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:10. Mosfellingar byrjuðu hinsvegar af krafti síðari hálfleik og skoruðu sex af fyrstu sjö mörkunum.

Haukar sitja þar með einir í öðru sæti deildarinnar á nýjan leik, tveimur stigum og einum leik fyrir ofan Fram sem er í þriðja sæti. Fátt virðist ógna Valsliðinu sem er efst og sex stigum fyrir ofan Hauka þegar fjórar umferðir eru eftir auk frestaðs leiks ÍBV og Hauka.

Afturelding er áfram næst neðst með sex stig, stigi fyrir ofan KA/Þór en einu stigi á eftir Stjörnunni.

Leikurinn var afar kaflaskiptur á báða bóga, ekki síst í síðari hálfleik þegar liðin skiptust á að vera með áhlaup.

Haukar urðu fyrir áfalli tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfeiks þegar landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir tognaði á vinstri ökkla. Hún kom ekkert meira við sögu í leiknum.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/2, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 5/1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Sara Odden 1, Berglind Benediktsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 11, 32,4% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 28,6%.

Mörk Aftureldingar: Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 8/4, Katrín Helga Davíðsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 5, Sylvía Björt Blöndal 5, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Anna Katrín Bjarkadóttir 1.
Varin skot: Saga Sif Gísladóttir 9, 23,7%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -