- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding var skrefi á undan að Varmá

Birgir Steinn Jónsson leikmaður Aftureldingar skoraði sjö mörk í kvöld gegn Fram. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding vann sannfærandi sigur á Fram í uppgjöri liðanna í fjórða og fimmta sæti Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá í kvöld, 30:26. Mosfellingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.

Fram náði að minnka muninn í eitt mark, 16:15, á upphafsmínútum síðari hálfleiks en náði aldrei að ógna Aftureldingarmönnum eftir það að neinu marki. Afturelding hélt þriggja til fjögurra og allt upp í fimm marka forskoti allt til leiksloka.

Þar með munar tveimur stigum á liðunum, Aftureldingu í vil þegar átta umferðir eru eftir af keppni í Olísdeildinni.

Reynir Þór Stefánsson var burðarás í sóknarleik Fram og reyndist Mosfellingum erfiður. Birgir Steinn Jónsson lék einn sinn besta leik fyrir Aftureldingu að þessu sinni. Jovan Kukobat varði á tíðum vel í markinu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Blær Hinriksson 4, Jakob Aronsson 3, Þorvaldur Tryggvason 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Birkir Benediktsson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Andri Þór Helgason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 10, Tryggvi Garðar Jónsson 6, Jóhann Karl Reynisson 4, Ívar Logi Styrmisson 2, Rúnar Kárason 2, Dagur Fannar Möller 1, Marel Baldvinsson
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10/3.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -